Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.04.1935, Page 14

Kirkjuritið - 01.04.1935, Page 14
Kirkjuritið. STANLEY JONES KRISTNIBOÐI. Mig langar til að segja yður ofurlítið frá ævi og starfi óvenjulegs gáfu- og afreksmanns. Dr. Stanlei/ Jones er ekki brautryðjandi í vísindum eða listum, ekki landkönn- uður eða flugkappi, eklci stjórnmálafrömuður eða þjóðar- leiðtogi, þótt hánn hefði efalaust, vegna hæfileika sinna, getað aflað sér frægðar með einhverjum þeim afrekum. sem mest athygli er veitt af almenningi um öll lönd. Dr. Stanley Jones kaus sér ungur það hlutskifti, að þjóna, taka að sér starf, sem af mörgum er vanmetið, en af öðrum óvirt. Hann tók að sér að verða kristniboði. af þvi að hann gat ekki annað, lagði líf sitt og hæfi- leika fram til þess starfs, knúður af ómótstæðilegu afli. En í hópi kristniboða mun hann af flestum talinn fremstur. Ekki fyrir þá sök, að hann hafi óskað sér þeirrar fremdar sjálfur, heldur vegna þess, að Ijósið. sem liann setti í ljósastikuna, gat ekki dulist. Bækur lians eru lesnar um allan heim. Þær eru prentaðar hvað eftir annað í stærri upplögum en frægustu skáldsögur. og hrifa hugi allra, sem lesa þær með athygli. Hann hefir stundað kristniboðsstarfið i Indlandi, þar sem kristniboðsstarf er einna vandasamast, með þeirri þjóð. sem á auðugast andlegt líf og fjölbreyttasta og fegursta andlega menningu allra Austurlandaþjóða. Og fjöl- margir spekingar og trúkennarar Hindúatrúarinnar hafa sezt við fætur hans og virt hánn sem fræðara sinn og andlegan leiðtoga. Stanlev Jones er orðinn kunnur ýmsum hér á landi

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.