Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.04.1935, Page 30

Kirkjuritið - 01.04.1935, Page 30
150 Jón Þorvarðsson: Kirkjuritið. einkum vegna fjárhagsörðugleika um endurbyggingu, og eins vegna þess, að nokkur hluti þess safnaðar átti nærri jafnlangt um kirkjusókn til Víkur, sem að Reyni. Töldu því margir þar sameiningu heppilegasta úrlausn. Höfðu nú Víkurbúar beðið úrslita þess máls, vegna möguleika um breytta aðstöðu og mun betri um kirkju- bygginguna í Vík. En ákvörðun var þar ekki tekin. Leið svo fram að síðustu áramótum, og upp rann árið 19,‘H. A því ári átti til skarar að skríða. Augljóst var, að það, sem eftir var, blaut að verða alldýrt, alt efni og vinna innan húss, málning innan og utan o. s. frv. Skyldi til þessa alls vandað sem bezt. En ekkert fé var fyrir bendi svo að talist gæti. Auk þess þurfti til kirk,]- unnar áböld og skrúða, Ijósatæki, orgel, altaristöflu o. fl. Nú voru góð ráð dýr. Þá var það ráð tekið, sem ein- stætt mun þykja. Forgöiigumenn héldu með sér fund, áælluðu sjálfum sér, og þeim mönnum, sem þóttu fjár- bagslega bezt staddir, ákveðnar upphæðir. Kvöddu síð- an til fundar með þeim mönnum og báru upp fyrir þeim |iessar tillögur. Og hvað skeður? Allir sögðu samstundis já. Komu þó 100—500 kr. á hvern, og það auk alls, sem áður var gefið, beint og óbeint. Fögnuðu þessu allir, er það frettist. Þá komu og loforð um gjafir frá stofnunum í Vík — allrausnarleg. Bættust þannig kirkjunni yfir 7000 kr. í janúar s. 1. og réði það úrslitum. Skyldi nú á ný hafizl handa með vorinu. Enn var ráðgert um sam- einingu Reynissóknar, sem ekki varð úr. En er hér var komið vaknaði áhugi manna, eink- um hinna eldri, fyrir því, að þegar yrði gerður kirkju- garðiir í Vík. En áður hafði verið jarðsett á Reyni. Garðstæði gáfu þeir bræður Ólafur og Jón Halldórs- synir i túni Suður-Víkur, bið ákjósanlegasta garðstæði á fegursta stað, skamt frá kirkjunni. Var nú vegur lagð- ur að garðinum, og bann girtur eftir allan löglegan und- irbúning. En sá, sem fyrstur var þar til moldar borinn. og það áður en kirkjan sjálf var fullgjör, var gefandi

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.