Kirkjuritið - 01.07.1937, Page 24

Kirkjuritið - 01.07.1937, Page 24
262 Ásnmndur Guðmundsson: Kirkjuritið. ar á aramaisku, eðlilega og blátt áfram eins og óbrevtt alþýðufólk segir frá. Þó hefir þeirra eflaust verið mik- ill niunur eftir því, liverir sögðu frá, bvorl þeir voru sjálfir sjónarvottar að atburðunum, lærisveinar Jesú og vinveittir bonum, eða ekki, og yfirleitt eftir því andlega þroskastigi, sem þeir stóðu á. Sú kvísl erfikenningar- innar, sem fellur um Samstofna guðspjöllin, er vafa- Iausl runnin beint frá uppsprettunni bimintærri, þar sem einlægir vinahugir mynda farveginn. Alþýðumenn lýsa fyrstir atburðunum eins og þeir koma þeim fyrir sjónir, og vakir ekkert annað fvrir þeim en að skýra frá satt og rétt. Þessi alþýðleg'i blær hefir verið mestur i uppbafi, en nokkuð kann þegar að liafa dregið úr bon- um á fyrsta ári kristninnar í Jerúsalem, er „mikill fjöldi presta gekk til lilýðni við lrúna“ (Post. 6, 7). Erfikenningin tekur að mótast á grísku. Næstu árin eftir dauða Jesú og upprisu (um 30) var miðstöð kristninnar í Jerúsalem. Að visu mynduðusl söfnuðir og efldust um Gyðingaland, eins og l. d. í Ses- areu og Kapernaum, en þungamiðja kristnilífsins var í söfnuðinum í böfuðborginni. Þar voru postularnir tólf saman í fyrstu, móðir Jesú og bræður bans (Post. 1, 14). Máttarstoðir þess safnaðar voru þeir postularnir P-étur og Jóhannes, og Jakob, bróðir drottins, og varð hinn síðast taldi aðalforingi lians, er stundir liðu. Var kristnum mönnum Ijúf og eðlileg tilhugsun að lilíta ráð- um og forsjá elzta karlmannsins í fjölskyldu Jesú, unz hann kæmi aftur bróðirinn mikli. Allur þessi flokkur hefir vakað yfir því, að minningarnar úm Jesú mættu varðveitast hreinar og ómengaðar. Hjörtun brunnu við tilhugsunina um hann. Kenning hans og líf stóð þeim liverja stund lifandi fvrir hugarsjónum. Hann lifði i andanum áfram með þeim. Það er þessi undursamlega reynsla, sem verið er að lýsa í skilnaðarræðu Jesú i Jóhannesarguðspjalli: „Huggarinn, andinn heilagi, sem

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.