Kirkjuritið - 01.07.1937, Síða 45

Kirkjuritið - 01.07.1937, Síða 45
KirkjuritiS. Prestaslefnan. 283 gera kirkjuna beinlínis grunsamlega i augum manna og tæla menn frá henni, svo sem ræða væri þar um einhverja vafasama stærð, sem ástæðulaust sé að binda lengur trúss við. Við þá af vinum kirkjunnar úti hér, sem af vandlætingar- semi vegna daufs kirkjulífs vor á meðal —• því að einnig hér heyrast slíkar vandlætingarraddir frá mönnum, sem vilja kirkj- unni vel — langar mig til að segja: Látið kirkjuna í friði, þvi að hún er Guðs verk og Guðs eign, en ekki manna. Kirkja Guðs á meðal vor á ekki sök á deyfðinni, heldur lýður sá, er telur sig kirkjunni fylgjandi. Ef starf kirkjunnar nær ekki til- gangi sinum með þjóð vorri, er það ekki henni að kenna, heldur kirkjunnar lýð. Hjá kirkjunni sem Guðs stofnun er ekki um nein gjaldþrot að ræða. Hún hefir ekki í neinu brugðist hlut- verki sínu, en það er syndugur kirkjunnar lýður, sem á ýmsan hátt varnar því, að hún nái tilgangi sínum meðal vor. Þegar það er Iátið heita svo sem kirkjan sé orðin gjaldþrota, af því að henni hefir ekki tekist að ryðja syndinni og dauðanum burt úr heim- inum, þá mætti með jafnmiklum sanni segja, að Guð væri orð- inn gjald])rota af því að hann hefir ekki rutt hinu illa burt af jörðinni og fyrir löngu breytt henni í jörð, þar sem réttlætið eitt rikir! í stað þess að áfellast kirkjuna, óvinum hennar til ánægju, gerðu menn vel í að minnast þess, að kirkjan er oss kristnum móðir. En móður vora ber oss að heiðra, eins og vér munum frá 4. boðorðinu. En það gerum vér sízt með áfellisdómum um hana fyrir misfellur á kirkjulífinu eins og það bærist í skjóli hennar og kirkjan, liin guðlega stofnun, á enga sök á, lieldur sá lýður, sem prýðir sig með nafni kirkjunnar og telur sig henni fylgjandi, en gleymir því, að hann hefir skyldur að rækja gagnvart kirkjunni, hvort sem ræða er um presta eða leik- menn, og þá fyrst og fremst þær að gera henni sem hægast fyrir með að ná ákvörðun sinni. Að þvi viljum vér vafalaust allir vinna, og mætti þessi prestastefna vor verða til þess að efla áhuga vorn i því tilliti, þá er vel farið. Síðan er vér siðast komum hér saman til prestastefnuhalds, hefir enginn þjónandi presta vorra andast. Aftur hafa 4 upp- gjafaprestar dáið, þeir séra Ólafur Sæmundsson, séra Ilálfdan (iuðjónsson vigslubiskup, séra Sigfús Jónsson og séra Guttorniur Vigfússon .... Viljum vér nú votta minningu þessara látnu bræðra vorra og samverkamanna virðingu vora með því að rísa á fætur. Þá hafa á árinu látist tvær prestsekkjur, líristin Jónsdóttir,

x

Kirkjuritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.