Kirkjuritið - 01.07.1937, Side 56

Kirkjuritið - 01.07.1937, Side 56
294 Erlendar fréttir. Kirkjuritið. Dómkirkjunni um kristindóm og kirkju. Sambandsstjórn skipa nú: Sigurbjörn Á. Gislason, cand theol., forseti, Bjarni Eyjólfs- son, varaforseti, Sigurjón Jónsson, bóksali, ritari, Jóel Ingvars- son, Hafnarfirði, vararitari, Hróbjartur Árnason, verksmiðju- eigandi, gjaldkeri, Stefán Sandholt, hakarameistari, varagjald- keri og Ebenezer Ebenezersson, vélstjóri. ERLENDAR FRÉTTIR. Evangeliska kirkjan og bræðrastríðið á Spáni. Alþjóðanefnd evangelisku kirkjunnar, sem starfar fyrir Spán, hélt fund í París í apríllok. Sóttu fundinn fulltrúar frá flestum þeim söfnuðum eða félögum, sem vinna hjálparstörf eð'a trú- boðsstörf á Spáni. Nefndin rannsakaði skýrslur úr öllum áttum mjög nákvæmiega og komst að raun um það, að fleiri prestar og munkar hefðu verið skotnir þar, sem stjórnleysingjar og kommúnistar hafa undirtökin. Jafnframt kom það i ljós, að 8—9 kennimenn Mótmælenda hefðu verið teknir af lífi i þeim héruð- um, sem hersveitir Francos hafa á valdi sínu. Bæði Valenciu- stjórnin og Franco lýstu því yfir, að verndarhendi skyldi hald- ið yfir evangelisk-kristnum mönnum á Spáni og fult trúfrelsi veitt, og fagnaði nefndin því. Mótmælendur á Spáni leitast af fremsta megni við að sneiða hjá stríðinu og stjórnmálunum, en mjög er sótt á þá frá báðuin hliðum. Kaþólska kirkjan á Þýzkalandi. Kyrkliga Pressbyrán í Uppsöhim minnist nýlega á þær raun- ir, sem dunið hafa yfir kaþólsku kirkjuna á Þýzkalandi, og fer um þær m. a. þessum orðum: „Fyrir tveimur mánuðum voru um 1000 munkar og klaustur- hræður á Þýzkalandi kallaðir fyrir rétt og ákærðir fyrir mjög Ijót siðferðisbrot. Ákærandinn i Coblenz skýrði frá þvi, að innan skamms myndi heil munkaregla skipa sakamannabekk og enginn hennar reynast sýkn. Það kom fljótt í ljós við rétt- arhöldin, að ýmsir tignir embættismenn kaþólsku kirkjunnar væru bendlaðir við þessi hneykslismál. Biskupinn i Mainz sagði fyrir rétti í Coblenz, að hann vissi um þau, en vildi ekki greina frá þeim nánar. Þessi málaferli út af siðleysi i klaustrunum hafa vakið mestu athygli I öllu landinu, og þykir sumum jafnvel sem nú muni

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.