Kirkjuritið - 01.07.1938, Blaðsíða 43
Kirkjuritið.
Hinn almenni kirkjufundur.
299
þess merki, þegar þeir komu í kenslustundina, að skapið var
ekki komið í samt lag. Mér virtist, að það mundi korna áð litlu
gagni, þótt ég færi að tala við þá strax um efnið, sem fyrir lá
í hvert skiftið. En þá lét ég börnin æfinlega syngja, því að þau
höfðu góðar raddir. Við sungum sálma þangað til ró var komin
yfir hugina, hvort sem það tók nú 5, 10 eða 20 mínútur. Og
þegar því marki var náð, var byrjað á viðfangsefni tímans og
alt gekk prýðilega.
Á skólaárum barnanna hefst svo kristindómskensla prestanna.
Þeim er ætlað, auk sögulegu frœðshinnar, að annast þann þátt
trúarbragðafræðslunnar, sem segja mætti, að væri trúfræðilegur,
að svo miklu leyti, sem þroski og skilningur barnanna leyfir. —
En til trúfræði teljast ýms þau atriði, sem kristnir menn deila
um innbyrðis. Skólarnir forðast slíkar deilur, svo sem sjálfsagt er,
enda eru þær þess eðlis, að börn ættu allra sízt að dragast inn i
þær á nokkurn hátt. — En vandi er hér hjá skólunum, ekki síður
en heimilunum. Finna kennarar einnig vel til þess, ekki síður en
foreldrar. En samvizkusamir uppalendur trúa því, að „Guð
styrkir góðan vilja“. — En hér er rétt að minnast þess, vegna
þess, að ég býst við því, að i umræðum vegna þessa vanda hafi
stundum heyrst raddir um, að kennurum væri sumstaðar van-
treyst til kristindómskenslu og að sumir þeirra vildu helzt ekki
kenna kristindóm. — Ég hygg, að miklu minni brögð séu að
þessu en sumir vilja vera láta — og ekkert óeðlilegt, þó að þetta
komi fyrir. Þvert á móti. Trúmálin eru svo viðkvæm og skoðanir
manna á þeim svo margvíslegar, að ekki er óeðlilegt, þótt ein-
hver og einhver segi, að þessi eða hinn kennarinn kenni ekki
nógu vel, og hver er það, sem er viss um að gera nógu vel, eða hafi
einhvern annan skilning — segjum t. d. á eilifri útskúfun — en
aðstandendur barnanna. Eða þá hitt, að kennari óski eftir þvi
að kenna ekki kristindóm. Það þarf ekki að benda á trúleysi
kennarans, heldur gæti það stafað af óvenjulegri samvizkusemi.
Getur lika verið, að skoðanir hans á trúmálum séu þannig, að hann
vilji heldur vera laus við að kenna um þau efni. — Það er lika
eðlilegt. Hann getur verið prýðilegur kennari fyrir því i öðrum
námsgreinum. Ég hefi spurst fyrir um það á fræðslumálaskrif-
stofunni, hvort mikil brögð væru að því, að kennarar óskuðu
ekki eftir að kenna kristindóm. Fulltrúi fræðslumálastjóra tjáði
mér — og leyfði að hafa eftir sér — að hann myndi eftir 2 eða
3 dæmum utan Reykjavíkur, þar sem kennari hefir óskað eftir að
vera laus við kristindómskenslu vegna þess eins, að hann treysti
prestinum betur, og því falið hana prestinum, með fullu samþykki
foreldra barnanna. Mín skoðun er sú, að kennarar, sem þannig fara