Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.01.1943, Side 22

Kirkjuritið - 01.01.1943, Side 22
Jan.-Febr. Upplausn í verkmenningu og málfars- menningu þjóðarinnar. i. Af skiljanlegum ástæöum liefur tæknikunnáttu ís- lendinga farið fram hin síðari ár. En tæknikunnátta er ekki verulegasti þáttur sannrar verkmenningar, lieldui hitt, að afköst og verklag séu gerð að mælikvarða mann- kosta. Sú verkmenning hefur lengi ríkt í íslenzku þjóð- lifi, en er nú i hnignun. Þegar menn í seinni tíð hafa gert samanburð á þvi, sem var, og því, sem er í þessum efnum, hafa þeir, eins og vert er, mjög rómað trúmennskuna í vinnubrögðuin liðna tímans. Þó hygg ég, að vinnumenningin hafi jafn- framt átt sér aðra og ennþá virkari orsök, sem sé þá, að með afköstum sínum og verklagi sýndu menn mann- gildi sitt. Þetta tók til mannorðs þeirra. Það var ekki af húsbóndahollustunni einni saman, að kaupamaður- inn neitaði sér um að slá þrælaslátt á sléttum velli og skila þannig litlu verki og illu, heldur einkum af því, að með þessu hefði hann gert sér sjálfum smán. Með því að liafa skárana sem flesta, lengsta og breiðasta og ljá- farið sem hreinast gerði hann sjálfum sér sæmd. Og þannig var það um sérhvert verk til sjós og lands. Það var skömm að vera „amlóði“ til verka. Átölulaust og þakkarlaust að vera „hálfdrættingur“ eða miðlungsmað- ur. Heiður að vera „fullsterkur“, þ. e. fullfær um afköst og verklag. Augljóst er það, hve lioll og víðtæk uppeldisáhrif voru fólgin í þessu almenna viðhorfi til vinnunnar — þess-

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.