Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.01.1943, Page 33

Kirkjuritið - 01.01.1943, Page 33
Kirkjuritið. Hrun — viðreisn 27 °g móta nýja hamingju og nýtt lif á jörðunni úr auðn og ösku. Hann einn fær stöðvað blæðandi undir mann- kynsins. Hann einn virðir og skilur rétt hvers til lífsins og blessar livern, Iivar sem hann er og hvernig sem hann er. Kærleikurinn einn á sér að tákni og merki krossinn, sem hlaut sína vígslu og varð heilagur við það, að blóð Krists náði að drjúpa á hann. Og kross mun verða tálcn hins nýja, unga lífs. Tákn fórnandi mannástar, tákn ó- eigingjarnar þjónustu fvrir heildina, tákn trúarinnar á sigurmátt þess góða. Nýr tími mun, að styrjöldinni lokinni, liefja raust ag kveða með alveg nýjum, ómótstæðilegum sannfæring- arkrafti á þessa lund: Víst ertu Jesús kongur klár, kongur dýrðar um eilíf ár, kongur englanna, kongur vor, kongur almættis tignar stór. Páll Þorleifsson. Trúmálafundur á Húsavík. Dagana 22. og 23. nóvember 1942 var almennur trúmálafund- ur haldinn á Húsavik. Hófst hann með messu, séra Þorgrímur Sigurðsson á Grenjaðarstað sté i stólinn, en séra Friðrik Frið- riksson prófastur hjónaði fyrir altari. Erindi fluttu á fundinum: Séra Friðrik Friðriksson: Um safn- aðarlíf, Séra Þorgrímur Sigurðsson: Um trúarlif, Jón H. Þor- bergsson: Sunnudagurinn. Nokkrar umræður urðu út af erind- unum. Auk nefndra presta sótti fundinn séra Þormóður Sigurðson á Vatnsenda og tók liann þátt í umræðum. Jón H. Þorbergsson. Embættispróf í guðfræði. Embættisprófi við guðfræðideild Háskólans lauk Gunnar Gíslason 29. jan. síðastl. Hlaut hann fyrstu einkunn, 127% st. Sérefnisritgjörð hans var um Sæluboðanirnar i Fjallræðunni.

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.