Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.01.1943, Side 25

Kirkjuritið - 01.01.1943, Side 25
KirkjuritiS. Uppl. verkm. og málfarsin. þjóð. 19 eðlilegt, að hún grípi til oflofs. Einkum er það þó á- deilumálfarið, sem bruðlar með sterkyrðin. Fyrir 2—3 áratugum sveið alvarlega undan þeirri brennimerkingu að vera vændur um að vera þjófur, hvort heldur var á muni eða mannorð. Landráðamaður var hugtak, sem fól í sér hinn þyngsta sektardóm. Líkt er að segja um lygari og svikari og önnur mestu dóms- orð tungunnar. Hver sá, er borinn var því ámæli, sem í þessum og þvílíkum orðum felst, hlaut að verja heið- ur sinn — með málsóknum, ef ekki vikli betur til - eða standa eftir brennimerlctur. Nú er öldin önnur. Hver ræðan og ritsmíðin rekur aðra, þar sem öllum ókvæðis- orðum málsins er hrúgað saman viðnámslaust um for- vztumenn þjóðarinnar —- þá mennina, sem ætla mætti að bæri mest nauðsvn til að halda mannorði sínu ó- Hekkuðu. Hvernig una þeir nú þessari meðferð? Full- vel, að því er virðist. Það her varla við, að menn þessir geri sér nokkuð til varnar, nema þá það að gjalda í sömu mynt. Hversvegna eru menn orðnir svo rólyndir og aðgerða- lausir um heiður sinn? Það má skýra með uggvænlega nærtækri líkingu. Eftir því sem flóðalda pappírspen- inganna rís hærra, þverr kaupgildi þeirra. Þeir verðfalla. Likt er nú komið málfari þessarar þjóðar. Orð hennar eru ekki svikin mynt, fremur en t. d. rauðu seðlarnir, lieldur verðfallin. Orðið landráðamaður getur enn sem iyr i raun og veru þýtt landráðamaður, eins og hundr- aðkrónuseðill getur verið töluvert fé. En á vorri tíð geta háðar þessar myntir — mynt orðsins og mynt gjalds- ins — verið svo verðfallnar, að yfirleitt eru þær litils virði og að litlu hafðar. Fyrir hóflausan útaustur sterkvrðanna eru sterkyrðin orðin veik. Þvngstu ádeiluorð tungunnar orðin að inni- haldslausum skammaryrðum. Þess gerist varla þörf, að tnenn verji heiður sinn þeirra vegna. Þótt einhver sé

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.