Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.01.1943, Page 78

Kirkjuritið - 01.01.1943, Page 78
72 Fréttir. Jan.-Febr. Einar Jónsson: Að morgni. Svo nefnir liöfundur andleg ljóð er komu út noklcru fyr- ir jól. Sum þeirra voru þegar áður kunn lcsendum Kirkju- ritsins og vöktu mikla athygli. Heitið er réttnefni. Einar hefir kveðið sér með ljóðunum dag í dapurlegum sjúkdómsraunum árum saman, og þau munu jafnframt að líkindum verða ný dags- brún ýmsum öðrum, er eiga við þung lífskjör að búa eða þrá sigur yfir efasemdum og sterka trú. Þess er ekki að dyljast, að vér höfum eignazt gott sálmaskáld þar sem Einar er, og má mikils af honum vænta. Hjá honum fer hvorttveggja saman: Gott yrkisefni og vandvirkni og vald á íslenzku máli og rími. Má telja það afreksverk af honum miðað við altar aðstæður að hafa ort þessi ijóð. Bezta kvæðið er Hugljómun og verður það birt í næsta hefti Kirkjuritsins. Kirkjuritið samfagnar lionum yfir þvi og hvetur menn til þess að lesa hók hans vel og vandlega sér til sálubótar. Hún er t. d. mjög vel fallin til fermingargjafa. Til kaupenda Kirkjuritsins. Kaupendur Kirkjuritsins eru beðnir afsökunar á því, að þessi fyrstu hefti á árinu skuli koma út í siðara lagi. Veldur því erf- iður fjárhagur, en úr honum hefir nú greiðst. Kostnaður við prentun og pappir Kirkjuritsins liefir nær fimmfaldazt frá þvi, sem var í fyrstu, og burðargjald tvöfaldazt. Fyrir þvi reynist óhjákvæmilegt að hækka verð árgangsins upp í tíu krónur, og mun Kirkjuritið þó hiutfalislega langódýrasta tímaritið, sem gefið er út á íslandi. En vinsældir og mikil úthreiðsla eru rit- inu meira virði en hátt árgjald, Vill ritstj. þakka hvorttveggja. Enn geta nýir kaupendur að ritinu fengið nálega lieila alla 8 árgangana, sem komnir eru út af þvi, fyrir einar 14 krónur. En óvíst er, hve lengi þau kostakjör geta staðið til boða. Kirkjuritið kemur út í heftum, 1—2 í senn, alla mánuði ársins nema ág. og sept. Verð innanlands 10 krónur. í Vesturheimi 2 dollarar. Gjalddagi 1 apr. og 1. okt. ef menn kjósa lieldur að borga í tvennu lagi. Afgreiðslu og innheimtu annast frú Elisabet Jónsdóttir, Hringbraut 144, sími 4776, Reykjavík.

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.