Kirkjuritið - 01.12.1943, Page 6

Kirkjuritið - 01.12.1943, Page 6
308 Bjarni Jónsson: Nóv.-Des. orð fögnuð í liuga barnsins: „Hvert fátækl hreysi liöll nú er, þvi Guð er sjálfur gestur hér“. Hátíð og heimili. Þelta á að fara saman. En ég veit, að þegar talað er um lieimili, þá má tala varlega. Heim- ilið á að vera helgidómur. í þeim lielgidómi á að halda hátíð. En ég liefi séð svo margt og heyrt svo margt, að ég veit, að ég verð að tala gætilega. Það er ekki alltaf hátíðarhirta í híbýlum mannanna. Oft er háð harátta innan þeirra veggja. Sú harátta er ekki sýnd fjöldanum. Þessi harátta er háð á hinu fátæka heimili. En hún er einnig háð, þar sem nóg er til alls. Þar eru dýrindis húsgögn, og margvísleg þægindi lífsins. Það lítur svo út, að þar geti menn veitt sér allt. En eitt getur þó vantað hæði hjá hinum fátæku og jáku, og þetta er ekki hægt að kaupa með peningum. Það er ekki hægt að kaupa sér sálarfrið, þó að margar jólagjafir séu á hoðstólum. Það stoðar lítið að segja við þá, sein eiga í haráttunni: „Nú ált þú að gleðjast“. Nei. Menn skilja ekki þetla ávarp. Þessvegna er þörf á þeirri gjöf, sem er æðri skdningi mannanna. En þetta er einmitt jólagjöfin frá Guði, að til er friður, sem er æðri öllum skilningi. Ef þessi frið- ur fengi að ná inn á lieimili þjóðar vorrar, þá væri hin sönnu jól lialdin. Hugsum um það, livers virði það er að mega halda hátíð á heimili. Þegar jólakveðjur voru, fvrir nokkrum árum, sendar frá öðrum löndum útvarpsleiðina hingað, heyrði ég þessa kveðju senda ungum hjónum: „Við foreldrarnir vonum, að þið nú Syngið jólasálmana, eins og venja hefir verið heima hjá okkur“. Á hak við þessi orð er titrandi hjarta. MJarteinn Lúther segir: „Þar sem jnenn syngja, skall þú fá þér sæti“. Hvað fær eins kallað á hreina, harnslega gleði eins og jólasálmarnir? Ég veit, að jólasálmarnir eiga vernd- andi, hlessandi og styrkjandi mátt. Mér hefir hlotnazt sú gleði, að eiga ávallt þá tilfinning, að liin heilaga nótt er sérstök gjöf. Ég dvel oft við þessi orð:

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.