Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.01.1950, Page 5

Kirkjuritið - 01.01.1950, Page 5
Lát hringing duna, Frá turnum duni hringing há, er hnígur ár í tímans sjá. Sá hljómur berist heims um lönd aS hæstu tindum, lægstu strönd. Hring sálarfrið á sorgarleið. Hring sæla fró í kvöl og neyð. Hring líknarmál um lönd og höf. Hring lífsins boð við hverja gröf. Hring yfir foldu friðartíð, sem fyrirdæmi blóðug stríð. Hring þrjózku út og þvergirðing. Hring þegnskap inn og siðmenning. Hring andann burt, sem æsir lýð, og ærir þjóð gegn þjóð í stríð. Hring út, hring út allt fals og fár, — en frið Guðs inn í þúsund ár. Hring árið gamla í aldaskaut. Hring árið nýja á sigurbraut. Hring siguróm í sókn og vörn. Vek sigurhljómi landsins börn. Hring helgan fögnuð heims um lönd. Lát hljóminn berast strönd af strönd. Hring ár Guðs inn með nýja náð. Hring nýársgleði yfir láð! (Frumort og þýtt.) VALD. V. SNÆVARR.

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.