Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.01.1950, Page 7

Kirkjuritið - 01.01.1950, Page 7
Kristindómurinn bregzt aldrei. Með þeim orðum vil ég heilsa lesendum Kirkjuritsins, er það hefur göngu sína á nýju ári, og óska þeim árs og friðar. Einn nemanda minna sagði þessi orð við mig fyrir nokkru í kennslustund, mjög ungur að árum, en þó með mikla reynslu að baki. Við töluðum um kenning Krists og gildi hennar fyrir daglegt líf. Bak við allt, sem ungi maðurinn lagði til málanna, voru auðfundin heilindi hug- arins. Röddin ljómaði, þegar hann sagði: Kristindómurinn bregzt aldrei. Oft hefi ég heyrt menn vitna um trú sína. Stundum hefir það verið áhrifaríkt, en stundum hafa mér fundizt orðin hol og hálf og þau minnt mig á bænargjörð Farí- seans í musterinu: Guð, ég þakka þér, að ég er ekki eins og aðrir menn. Þessi orð komu frá hjartanu, þrungin lífs- speki og trúnaðartrausti. Þau hljómuðu eins og lofsöngur í eyrum mér, alhuga játning kristins manns á sannleik líkingar Jesú í niðurlagi Fjallræðunnar: Hver sem því heyrir þessi orð mín og breytir eftir þeim, honum má líkja við hygginn mann, er bygði hús sitt á bjargi; og steypi- regn kom ofan og stormar blésu og skullu á því húsi, en það féll ekki, því að það var grundvallað á bjargi. Vér skulum líta til baka yfir liðið ár og liðna ævi í ljósi þessa vitnisburðar um kristindóminn. Stenzt hann dóm reynslu vorrar? Hver og einn á sína sögu. Hefir kristindómurinn brugðizt oss? Hver hefir verið undirrót ógæfu og hrösunar? Aldrei sú. Það, sem valdið hefir oss falli, er hið gagn- stæða. Vér höfum brugðizt kristindóminum. Oss hefir

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.