Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.01.1950, Page 8

Kirkjuritið - 01.01.1950, Page 8
6 KIRKJURITIÐ skort einurð, manndóm, hreinleik, kærleik, trú til að fylgja boðun hans hiklaust og óskorað. Það hefir reynzt oss þyngsta böl. En hafi nokkuð reist við reyrinn brotna, þá er það kristindómurinn. Hverju öðru er það að þakka en honum, að vér höfum stigið blessunarríkustu gæfu- spor ævi vorrar? Hver varð afleiðing þess, þegar þú vald- ir á vegamótum, þótt í veikleika væri, af alhug Guð og hið góða? Hamingja og sæla lífs þíns. Daglega höfum vér getað þreifað á því, að fylgd við boð Krists er leið til lífsins. Og kunnum vér að lesa sögu þjóðar vorrar, þá munum vér sjá, að þar hefir gilt hið sama. Af kristnitöku hennar sprettur, er stundir líða og áhrif- in ná tökum á hjörtunum, friðaröld og dásamlegrar menn- ingar. En af spilltum siðum, eigingirni og valdafíkn og rotnu heimilislífi vex Sturlungaöld, og frelsi og sjálfstæði Islendinga hrynur í rústir. Þegar loks birtir aftur eftir langar eymdaraldir, þá er það af því, að þjóðin eignast kristnar hetjur. Þeir eru það allir undantekningarlaust brautryðjendurnir miklu að því, að Island verður á ný farsælda frón, allir frá Eggert Ólafssyni til Jóns Sigurðs- sonar. Nei, kristindómurinn hefir ekki brugðizt íslenzku þjóðinni. En veraldarsagan, sýnir hún ekki hið gagnstæða? Er ekki valurinn blóðgi og viðurstyggð eyðingarinnar um hinn kristna heim sönnun þess, að kristindómurinn hefir brugðizt? Eftir 19 aldir frá upphafi hans er svona komið. Nei, þetta er aðeins sönnun þess, að mannkynið hefir brugðizt kristindóminum. öll þessi skelfing er tröðk- un á boðum hans. Að vísu hefir bærzt með öllum kristn- um þjóðum einlæg löngun til kristni. En tvennt hefir eink- um hnekkt þróun hennar. Mönnum hefir gengið treglega að skilja, að kristindóm- inum á engu síður að búa rúm í félagslífinu út á við en í hjörtum þeirra og heimilislífi. Ýms svið hafa orðið lítt

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.