Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.01.1950, Síða 12

Kirkjuritið - 01.01.1950, Síða 12
Góður gestur, Um miðjan nóvembermánuð síðastliðinn kom hingað til lands góður gestur til að flytja „Haralds Níelssonar fyrirlest- ur“ og dvaldist hér um nokkum tíma. Það var Claas Jouco Bleeker, prófessor í almennri trúar- bragðasögu við guðfræðisdeild háskólans í Amsterdam. Hafði háskólaráðið hér boðið honum að koma hingað og flytja þetta erindi. Dr. Bleeker er fæddur í Frís- landi 12. sept. 1898. Var faðir Prófessor c. J. Bieeker. hans prestur og yfirleitt mikið af prestum í ætt hans. Hann nam guðfræði í Leiden og valdi trúarbragðasögu að sér- grein sinni og þá einkum trúarbrögð Egipta. Að loknu kandídatsprófi var hann tvö háskólamisseri við framhalds- nám í Berlín. 1 Englandi kynntist hann sænskri konu, Sigrid Odhner, og kvæntist henni. Árið 1925 gerðist dr. Bleeker prestur frjálslynds safn- aðar í Hinni reformemðu kirkju Hollands, stærstu kirkju- deildinni þar í landi. Söfnuðurinn vildi fá sér frjálslyndan prest og víðsýnan, en „rétttrúaðir" þybbuðust við. Var dr. Bleeker prestur safnaðarins í 13 ár. Árið 1938 varð dr. Bleeker prestur reformeraðs safn-

x

Kirkjuritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.