Kirkjuritið - 01.01.1950, Page 15
GÓÐUR GESTUR
13
anna. Sú hugsjón bendir á æðra líf, sem gengur grátlega
seint að koma í framkvæmd á jörðu.
# # #
Prófessor Bleeker flutti ennfremur nokkur erindi í guð-
fræðisdeild Háskólans um Heilaga Ritningu í ljósi trúar-
bragðasögunnar, og í Dómkirkjunni um kirkjulíf og kristni
í Hollandi. Um sama efni talaði hann einnig á fundi Bræðra-
lags, kristilegs félags stúdenta.
Sunnudaginn 4. des. prédikaði dr. Bleeker í kapellu Há-
skólans, og fer prédikun hans í íslenzkri þýðingu hér á
eftir. Mun Kirkjuritið ef til viil síðar flytja fleira eftir dr.
Bleeker.
Dr. Bleeker er mikill mælskumaður og gáfumaður, ein-
lægur hugsjónamaður, einarður og duglegur til allra fram-
kvæmda. Hann eignaðist hér ýmsa vini, sem myndu mjög
fagna þvi, ef hann gæti komið hingað aftur.
Kirkjuritið árnar honum allra heilla í starfi hans.
Á. G.
KIRKJURITIÐ OG BÓKAGERÐIN LILJA.
Nýlega hefir verið fundið að því, að Kirkjuritið gæti ekki
um bækur Lilju, en þó jafnframt kvartað undan löngum og
rækilegum ritdómi um eina af bókum hennar: í grýtta jörð.
Þetta er erfitt að samrýma. Annars má minna á það, að Kirkju-
ritið hefir farið nokkrum viðurkenningarorðum um allmargar
bamabækur og unglinga, sem Lilja hefir sent því til umsagn-
ar. Sölva dr. Friðriks Friðrikssonar og Kyrtilinn hefir Lilja
aldrei sent, en þeirra myndi þá þegar hafa verið getið með
ánægju. Mun það ekki venja bókaforlaga að krefjast umsagn-
ar um þær bækur, sem þau láta undir höfuð leggjast að koma
til ritdómara. Hinu mega Liljumenn ekki heldur búast við, að
Kirkjuritið fari mót betri vitund að hrósa lélegum bókum. Ef
þeim þykir þörf á að andmæla, er þeim heimilt rúm í Kirkju-
ritinu. Það vill gjaman verða — og hefir verið — vettvangur
heilbrigðra umræðna.