Kirkjuritið - 01.01.1950, Síða 19
FÖÐURVERND
17
°g náð hans óþrjótandi. Fyrir því skal kristinn maður lofa
hann og lifa fagnandi dag frá degi í trausti á föðurfor-
sjón hans.
Nýja testamentið bætir við annarri mynd, þeirri, sem
brugðið var upp frá altarinu. Jesús nefnir sjálfan sig góða
hirðinn, er sauðirnir fylgja af frjálsum vilja. Jesús Kristur
er oss opinberun um kærleika Guðs. Hann hefir réttinn
til að kalla sig góða hirðinn. Því að hann lét líf sitt í söl-
Urnar til hjálpræðis sjúkum og syndugum. Ást hans eru
engin takmörk sett. Allt starf hans, prédikun hans, þján-
mgar á krossi og dauði hans átti að leiða mennina á
sannan veg lífsins upp að föðurhjarta Guðs. Þess vegna
hefir hann valdið til að stjórna oss. Honum er skylt að
hlýða. Hann er leiðtoginn, sem aldrei bregzt. Hann leið-
ir oss inn á grænar grundir og að vötnum, þar sem vér
megum næðis njóta.
Einu sinni enn ætla ég að nefna líkingu prestsins. Mað-
urinn er vera gædd sjálfræði. Honum þykir gaman að
uka í bifreið sinni. Beisk reynsla kennir oss, hvernig það
hefir tekizt. Væri ekki hollara að fá þeim stjómina, sem
betur, — bezt kann —, Jesú Kristi, eða með orðum Ritn-
ingarinnar: Góða hirðinum. Kristinn er sá, sem Kristi fylg-
ir í lífi og dauða.
Sælir eru þeir, sem honum fylgja.
Grænir hagarnir og straumlygn vötnin eru þeim at-
hvarf dag frá degi.
2