Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.01.1950, Qupperneq 20

Kirkjuritið - 01.01.1950, Qupperneq 20
Ný kirkja í Möðrudal. Koma í MöSrudál. 1 fyrrasumar kom ég í Möðrudal. Og voru þá tuttugu ár liðin frá því, er ég kom þangað síðast, um sólarlag, þegar öll þessi voldugu öræfi voru vafin dýrlegum huldu- ljóma, fegurri en annað, sem ég hafði áður séð á jörðu. Enn var sem fyrr gaman að koma í Möðrudal. Gest- risnin hin sama og áður, þótt húsfreyjan góða væri horf- in héðan úr heimi, gestrisnin eins og hún hefir bezt ver- ið á Islandi. Fólk var nú orðið miklu fleira í Möðrudal; og mun slíkt sjaldgæft á sveitaheimili á fslandi um miðja 20. öld, að heimilismönnum fjölgi til muna. Mér virtist í fyrstu sem þar myndi vera sumarheimili fyrir kaupstaðaböm. En svo reyndist ekki. Heimilin eru þrjú og barna- og unglingahópurinn á þeim 17 talsins. Sumt var uppi um veggi og þekjur eða eitthvað að bjástra við bæjarlækinn. Ungir og efnilegir piltar léku sér á ótemjum og báru hærra hlut í viðureigninni. Jón bóndi Stefánsson stóð við slátt á túni sínu og sveiflaði hraust- lega orfinu, þótt hann sé hátt á sjötugsaldri. Ljárinn flug- beit, og hefi ég vart séð lengri skára. Bóndi fagnaði mér vel. Gengum við fyrst að bæjarlæknum, og sýndi hann mér, hvernig hann hygðist að beizla hann til gagns fyrir heimili sitt Síðan héldum við til bæjar. Og sá ég þegar gegnum rúðu í þilinu tvö allstór málverk, sem Jón bóndi hafði sjálfur málað. Inni í stofu voru mörg fleiri, flest af Möðru- dal og Möðrudalsöræfum. Þekkti ég strax, af hverju þau áttu að vera, og bám þau þannig af klessum margra nú- tímamálara. Þar var mynd af konu Jóns. Var hún þrekn-
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Kirkjuritið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.