Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.01.1950, Page 37

Kirkjuritið - 01.01.1950, Page 37
Aldarminning Árna prófasts Jónssonar á Skútustöðum. Flutt af frú Arnfríði Sigurgeirsdóttur á Skútustöðum 9. júlí 19Jf9. 1 dag er aldarafmæli Árna Jónssonar fyrrum prófasts á Skútustöðum. Hann var elztur barna hjónanna Jóns og Þuríð- ar, sem þá bjuggu á Litluströnd. Snemma kom það í ljós, að þar óx upp sterkur kvistur, sem átti traustar rætur í mývetnskri mold. Jón faðir hans var sonur Árna bónda á Sveinsströnd, búhölds hins mesta, albróður Kristjönu, móður Jóns Sigurðssonar al- þingismanns á Gautlöndum; voru þau börn Ara bónda á Skútustöðum Ólafssonar bónda s. st. og víðar, Þorláksson- ar frá Sjávarborg, Markússonar. Kona Þorláks á Sjávar- borg var Hólmfríður Aradóttir frá Sökku í Svarfaðardal, en foreldrar Ara á Sökku Jón prófastur í Vatnsfirði Ara- sonar bónda í ögri Magnússonar prúða Jónssonar og kona hans Hólmfríður, dóttir Þórunnar ríku, er síðast bjó á Skútustöðum og dó þar, og fyrri manns hennar, Sigurðar yngra Oddssonar biskups Einarssonar. Móðir Árna á Sveinsströnd var Þuríður Árnadóttir frá Halldórsstöðum í Laxárdal, en hennar móðir Sigríður Sör-

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.