Kirkjuritið - 01.01.1950, Page 38
36 klRKJURITIÍ)
ensdóttir frá Ljósavatni, móðursystir hinna alkunnu Ljósa-
vatnssystkina, sem öll voru afbragðsvel skáldmælt, enda
voru þær María móðir þeirra og Sigríður afkomendur séra
Stefáns skálds Ólafssonar í Vallanesi.
Jórunn móðir Ara á Skútustöðum var dóttir Þorleifs
Skaftasonar í Múla. Vildu sumir óvildarmenn Skúla fógeta,
stjúpbróður hennar, segja, að hún væri með bami hans,
er hún gekk að eiga Ólaf. Þó hygg ég, að þeir, sem átt
hafa kost betri skilríkja, telji, að fundum þeirra Skúla
og Jórunnar hafi ekki getað borið saman á þeim tíma,
sem til þurfti; virðist mér líka af frásögn gamalla manna,
að Ari muni að mörgu leyti hafa líkzt Ólafi. Báðir voru
þeir ráðríkir menn og skapstórir, framgjarnir og vel að
sér um marga hluti. Báðir voru þeir taldir fjölkunnugir,
eins og títt var þá um þá menn, sem báru af að mennt-
un og mannviti.
Þuríður, móðir Árna prófasts, var dóttir Helga bónda
á Skútustöðum Ásmundssonar bónda í Baldursheimi
Helgasonar, og síðustu konu hans Helgu Sigmundsdóttur
frá Vindbelg Árnasonar frá Hofstöðum Illugasonar. Voru
feðgar þessir skapstórir menn en gáfaðir og Sigmundur
talinn kraftaskáld. Helga Sigmundsdóttir þótti lík föður
sínum um margt, skapstór, örlynd og hispurslaus, en bráð-
gáfuð. Þuríður dóttir hennar var hæglát kona í allri fram-
komu, slétt og prúð, djúpvitur og langminnug. I æsku
minni var hún talin hér bezta heimild fornra sagna og
ættvísi, en því miður fór mestur sá fróðleikur í gröf með
henni. Þuríður var bókhneigð kona og las jafnt danskar
bækur og íslenzkar, sem þá var fátítt hér um konur á
hennar aldri. Jón maður hennar var sagður skynsamur
dugnaðarmaður og vel látinn.
Þegar síra Árni var 10 ára gamall, fluttu foreldrar hans
að Svínadal í Kelduhverfi — mun hafa þótt þröngbýlt
á Litluströnd, þegar ómegð þeirra óx ár frá ári. Geymzt
hefir saga ein í Mývatnssveit á þá leið, að þegar Árni
litli var á fjórða ári, hafi hann hlaupið á móti föður sín-