Kirkjuritið - 01.01.1950, Side 50
48
KIRKJURITIÐ
um sjóði. Hvernig gæti hann sagt það, ef allir menn
væru gjörspilltir, alls ekkert gott til í þeim? Og fjölda
af orðum Jesú má nefna, sem benda alveg ljóst í sömu
átt, t. d. í Fjallræðunni. Ef mönnum er gjörsamlega ómögu-
legt að bæta ráð sitt, verður hún fjarstæða. Hann brýnir
fyrir mönnum að vanda breytni sína: Ljós yðar lýsi
mönnunum, til þess að þeir sjái góðverk yðar og vegsami
föður yðar, sem er í himnunum. Biðjið, og yður mun gefast.
Leitið, og þér munuð finna. Knýið á, og fyrir yður mun
upp lokið verða. Leitið fyrst ríkis Guðs og réttlætis, og
þá mun allt þetta veitast yður að auki. Verið fullkomnir,
eins og yðar himneski faðir er fullkominn. 1 dæmisög-
unni um týnda soninn sýnir hann, með hverjum hætti
afturhvarf mannsins verður. Týndi sonurinn kemur til
sjálfs sín í fjarlægu landi langt burt frá föðurhúsunum,
þar sem hann situr við draf svínanna. Þar minnist hann
kærleika föður síns og hann ákveður að fara heim, og
hann gjörir það. Með öðrum orðum: Það liggur braut frá
manninum til Guðs, ekki aðeins frá Guði til mannsins.
Að sönnu er það fyrst og fremst kærleiki föðurins, sem
knýr soninn til afturhvarfs, og faðirinn kom á móti hon-
um, féll um háls honum og kyssti hann, en sonurinn gekk
alla þessa löngu leið frá drafi svinanna heim til föðurhús-
anna. Hann varð sjálfur að vilja það og hann gjörði það,
sem í hans valdi stóð. Hann var einn þeirra, sem erfiði
og þunga eru hlaðnir, og hlýddi kallinu að koma heim.
Ekki tjáir heldur að styðja þessa kenningu um gjör-
spillingu með frásögn Fyrstu Mósebókar um syndafallið.
Því að hvorttveggja er, að ekkert orð í sögunni lýtur að
gjörspillingu mannkynsins, og svo ber hún vitni um and-
legt þroskastig, sem liggur langt að baki. Eða hvaða heil-
vita manni skyldi nú til hugar koma, að líkamsdauðinn
ætti sér ekki stað, ef Adam og Eva hefðu ekki óhlýðnazt
Guði í fyrndinni? Eða, að það sé bölvun fyrir manninn
að þurfa að neyta síns brauðs í sveita síns andlits? Þrosk-
inn og blessunin, sem af vinnunni leiðir, eru augljósari