Kirkjuritið - 01.01.1950, Qupperneq 52
50
KIRKJURITIÐ
nánustu ástvinir þínir, jafnvel barnið, sem þú leiðir við
hönd þér, og ekki máttu treysta því, að þér einum verði
þyrmt. Þú ert ekki betri en aðrir. Já, fyrir mannkyninu
í heild, að örfáum undanteknum, stefnir út í óendanlegar
þjáningar. Væri þá ekki miklu betra, að það hefði aldrei
orðið til? Eða væri þá ekki bezta hjálpræðið fyrir þessa
jörð atómsprengja, sem ylli því, að ekki fæddust fleiri
kynslóðir? Væri ekki æskilegt að losna sem fyrst við
þetta mannlíf, sem stefndi út í svartamyrkur og vitleysu?
Menn hafa reynt að rökstyðja útskúfunarkenninguna
orðum Ritningarinnar og talið hana vera biblíulegan krist-
indóm. En það er mikill misskilningur, að allt, sem stendur
í Biblíunni, sé kristindómur. Meiri hluti hennar er gyðing-
dómur, og gegn sumu af þeim gyðingdómi rís Kristur önd-
verður. Hann segir, að þetta hafi verið kent, en: Ég segi
yður. Síðan ber hann fram gagnstæða kenningu. Þarf í
því sambandi ekki annað en að benda á Fjallræðuna.
Gyðingar trúðu, að til væri logandi brennisteinsdíki, sem
sjmdarar myndu lenda í og glatast um aldur. Og vafalaust
hafa ýmsir kristnir Gyðingar haldið þeirri skoðun. Fyrir
því má einnig sjá hana koma fram í Nýja testamentinu
á stöku stað. En í orðum Krists sjálfs er enga útskúfun-
arkenningu að finna. Menn hafa að sönnu talið sig koma
auga á hana þar. En það stafar annars vegar af misskiln-
ingi á orðum hans, þar sem hann lýsir hinni miklu ábyrgð
lífsins og að vegur sjálfselsku og syndar liggi í áttina til
dauðans, og hins vegar af því, að orð frumkristninnar
hafa verið lögð Kristi í munn á einstaka stað í Nýja
testamentinu. Og bera orðin sjálf eins og þau hljóða þvi
glöggvast vitni. Þetta kann að þykja djörf ályktun, en
er í raun og vex’u eina rétta skýringin á fáeinum orðum,
sem Jesú eru eignuð. Eða hver fær t. d. skilið það, að
Jesús segi dæmisögur sínar til þess að hylja fyrir mönn-
um sannleikann, til þess að sjáandi skuli þeir sjá og
þó eigi skynja, og heyrandi skuli þeir heyra, og þó eigi
skilja, svo að þeir snúi sér eigi og þeim verði fyrirgefið?