Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.01.1950, Page 59

Kirkjuritið - 01.01.1950, Page 59
HEIMSÓKN TIL HEIMATRÚBOÐSINS 57 málum heldur einnig í sjálfstæðisbaráttu þess. — Á þessu gekk fram til heimsstyrjaldarinnar síðari. En þá kom breyt- ing, sem í svip umbreytti ástandinu til hins betra. Það var einn þátturinn í nýskipan Hitlers í Evrópu að sameina ung- verska hlutann á ný heimalandinu. Þessu var skiljanlega tekið fegins hendi af útlögunum, sem ekkert þráðu heitar en knýta að nýju þau bönd, sem tengt höfðu þeirra landshluta við ungversku krúnuna um aldir. En sá fögnuður og gleði átti eftir að enda í dapurlegum sorgarsöng. Eftir ósigra þýzka hersins í austri flæddi rauði herinn inn í landið, og í staðinn fyrir tréok áður kom nú járnok. En lengra gat presturinn ekki rakið sögu lands síns eða kirkju. Honum tókst að flýja og hefir ekki fremur en aðrir margt frétt um það, sem nú gerist austan járntjaldsins mikla. Ekki síður persóna mannsins sjálfs en ræða hans hafði áhrif á fundarmenn. Hann bar þess augljós merki, hvað hann hafði orðið að þola og það duldist ekki, að lífssýn hans var myrk og þunglyndisleg. Hann hafði augsýnilega gengið feti lengra fram en við hinir í þeirri baráttu, sem Ijós og myrkur, ást og hatur heyja í þessari tilveru. Að fyrirlestrinum loknum var gengið til borðhalds, og að dönskum sið fékk hver maður úthlutað sinni borðdömu til þess að auka kynnin og gera borðhaldið f jörlegra og skemmti- legra. Ég fékk til borðs prestskonuna frá Torup. Hún hafði ríka löngun til að frétta frá íslandi. Hún var annars ekki að öllu ófróð um landið, þar sem hún hafði sr. Finn Tulinius á næstu grösum, og auk þess höfðu íslenzkir stúdentar dvalið á heimili hennar síðastliðið sumar ásamt stúdentum frá öðr- um Norðurlöndum, til að undirbúa kristilegt stúdentamót. Það munu hafa verið fulltrúar frá Kristilegu stúdentafélagi, og til þeirra bað hún mig að skila kærri kveðju með þökk fyrir kynninguna. — Maður hennar hafði mikinn áhuga á slíkum mótum ungs fólks, og fyrir honum vakti fyrst og fremst að kalla æskuna til starfa fyrir kristindóminn. Það kom síðar fram í umræðunum, svo sem greint verður, að menn voru á móti því að setja neins konar trúarlegan hengilás fyrir samvizkur manna eða túlkun á boðskap kristin- dómsins. Aðalatriðið væri að fá boðskapinn út í lífið. Mér komu í hug orð, sem höfð eru eftir einum Kaupmannahafnar-

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.