Kirkjuritið - 01.01.1950, Page 63
HEIMSÖKN TIL HEIMATRÚBOÐSINS
61
með öðru móti. Ég hefi alltaf talið mig í röðum hinna frjáls-
lyndari í kirkjunni á íslandi og það geri ég enn. — Hér hafði
ég verið á fundi með þeim, sem höfðu tekið sér stöðu í þeirri
fylkingu, sem af mörgum er talin hin íhaldssamari í dönsku
kirkjunni, en mér hafði fundizt sem ég væri kominn til sannra
bræðra. Og hér hafði ég heyrt kvatt til hljóðs fyrir þá sömu
einingarhugsjón kirkjunnar, sem frjálslyndari menn á íslandi
hafa barizt fyrir árum saman, að því er stundum hefir virzt
gegn sannfæringu og andstöðu hinna íhaldssamari.
Orðið „heimatrúboð" hefir undarlegan hljóm í eyrum ís-
lendinga. Kannske hefði orðið það ekki lengur, ef Kristilegt
vikublað í dómum sínum um andstæðingana á trúmálasviðinu
fetaði þó ekki væri nema í fótspor þess mannsins innan heima-
trúboðsins danska, er þó þykir einna minnst fyrir málamiðl-
un gefinn, Georgs Bartholdy. Hann sagði í viðtali, sem Kristi-
legt dagblað átti við hann í tilefni af sextugsafmæli hans nú
nýlega, um Grundtvigsstefnuna, sem löngum hefir verið talin
höfuðandstæðingur heimatrúboðsins, að einnig hún hefði unnið
dönsku þjóðinni mikið gagn.
Guðmundur Sveinsson.
VÍGSLA LAUGARNESKIRKJU.
Laugameskirkja var vígð með mikilli viðhöfn sunnudaginn
18. desember s.l. að viðstöddu f jölmenni. Biskupinn dr. Sigur-
geir Sigurðsson flutti vígsluræðu og vígði kirkjuna, en sóknar-
presturinn séra Garðar Svavarsson prédikaði. Að lokinni guðs-
þjónustu sat fjöldi gesta boð hjá prestshjónunum, og var veitt
af mikilli rausn.
Kirkjan er fagurt Guðs hús og ber vitni um þrautseigju og
fórnarlund safnaðarmanna.
Leiðrétting.
í grein minni „Ferð um Norður-Múlaprófastsdæmi" hefir
orðið sú villa, að hinn aldraði meðhjálpari, sem hafði gegnt
starfinu í 40 ár, var sagður hafa starfað í kirkjunni á Kirkju-
bæ í Hróarstungu, en það var á Hjaltastað. Þetta eru lesend-
urnir — og með hjálpararnir — beðnir að afsaka.
Ámi Ámason.