Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.01.1950, Síða 64

Kirkjuritið - 01.01.1950, Síða 64
Séra Einar Thorlacius: Minningar úr Prestaskóla. Daginn fyrir aldarafmæli Prestaskólans haustið 1947 lauk aðalfundi Prestafélags íslands með fjölmennu samsæti. í því var það m. a. til fróðleiks og skemmtunar, að einn af elztu prestunum, séra Einar Thorlacius prófastur, sagði nokkuð frá veru sinni í Prestaskólanum. Á eftir bað ritstjóri Kirkjurits- ins séra Einar um erindið til birtingar, og tók hann því hið bezta. En það dróst, að hann sendi handritið. Nú eftir lát prófasts afhenti sonur hans, Magnús Thorlacius hæstaréttar- lögmaður, Kirkjuritinu erindið, og birtast það hér eins og það var flutt. Má ætla, að mörgum verði ljúft að lesa þessar minn- ingar hins mæta manns. Þær eru farnar að þynnast raðir þeirra, er voru í Presta- skólanum í minni tíð. Ég gekk í Prestaskólann haustið 1887, og vorum við 9, en þó ekki í neinni „nauðungarstíu", eins og séra Matthías Jochumsson kvað í glensi, löngu áður. Við geng- um í Prestaskólann eftir frjálsu vali. Af þessum 9 erum við séra Magnús Bl. Jónsson einir á lífi. í eldri deild voru 14 guð- fræðistúdentar, og eru nú aðeins 2 þeirra á lífi, þeir séra Theódór Jónsson á Bægisá og séra Matthías Eggertsson. Seinna

x

Kirkjuritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.