Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.01.1950, Page 66

Kirkjuritið - 01.01.1950, Page 66
64 KIRKJURITIÐ segja, að ég hafði ekki mikla námshæfileika, og í öðru lagi varð ég, vegna fjárskorts, að hafa talsverð aukastörf, svo sem skriftir á Landsbókasafni (fyrir mann í Khöfn), kennslu í skrift í Barnaskólanum (þar sem Sveinn Björnsson forseti var meðal drengjanna), auk einkakennslu, og dró þetta nokkuð úr náminu. Við embættispróf fékk ég því fremur lága 2. einkunn. Var mér sagt með sannindum (Ólafur Helgason, sonur lektors, bekkjarbróðir minn og vinur), að Hallgrímur biskup, sem var prófdómari, hefði fellt mig fyrir framburð, en kennarar ætlað að gefa mér eitthvað hærra. Máske hefir þessi vandfýsni bisk- ups stafað af því, að við sumir stúdentarnir tókum upp á þeim ósið að leika dómkirkjuprestinn í framburði, og ég þá þótt vera nokkuð líkur honum, fremur en ég af óframfærni hafi tapað mér, er ég í fyrsta sinn kom upp í prédikunarstól í Dóm- kirkjunni, frammi fyrir fjölmenni. Og eru mér þá manna dæm- in, því að svo fór fyrir merkum kirkjuhöfðingja, er síðar varð. Nýir vendir sópa bezt. Bæði Þórhallur og Hallgrímur biskup voru þá nýir á nálinni, og Þórhallur sagði löngu síðar í Kirkju- blaðinu, er hann var orðinn biskup, að hann hefði á þessu tímabili hugsað sér að láta þá stúdenta, er ekki hefðu lesið vel, eigi sleppa billega frá prófborðinu. En hvað sem þessu líður, hefi ég veitt því athygli á langri ævi, að sumir þeirra, er hlotið hafa lága einkunn við embættispróf, hafa reynzt engu síður, er út í prestsstarfið var komið, en þeir, er geng- ið hafa frá prófborðinu með hárri einkunn. Því að þar kemur margt annað til greina. Um Hallgrím biskup hefi ég annars ekki nema allt gott að segja. Reyndist hann mér sem ráðhollur og góður faðir. Og við visitazíu í Skarðskirkju og í Fellsmúla árið 1894 lét hann mig messa og hafði ekkert út á embættisstörf mín að setja. Hann vígði okkur 5 á Mikjálsmessu árið 1889, og eru því síðan rétt 58 ár. Vígslubræður mínir eru nú allir dánir. Þegar ég nú lít yfir liðinn prestsskaparferil minn í 43 ár, hefi ég ríka ástæðu til þakklætis við góðan Guð, sem ávallt styrkti mig og var máttugur í öllum veikleika mínum. Mér er Ijúft að minnast þess, hve söfnuðir mínir sóttu vel kirkju og fjölmenntu á kirkjusamkomur, jafnt vetur sem sumar, jafnvel

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.