Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.01.1950, Page 67

Kirkjuritið - 01.01.1950, Page 67
MINNINGAR ÚR PRESTASKÓLA 65 þó veður væri ekki gott, og hve ánægjulegt var að heilsast og kveðjast á hverjum helgidegi með hlýhug og vináttu. Og mér fannst ég opt færast nær Guði og samfélagi við hann í hans heilaga húsi, við messugerð, sér í lagi við altarisgöngu og önnur hátíðleg tækifæri. Mér fannst þá hugur minn og hjarta hefjast yfir hið hversdagslega og leita hærra, og ég finna kraft frá hæðum, og mér líða vel. Drottinn blessi kirkju fslands og kirkju fslendinga í Vestur- heimi og alla starfsmenn kirkjunnar, æðri sem lægri, og glæði og efii bróðurkærleika og einingu meðal vor í anda Jesú Krists. Hann varðveiti oss alla nú og ávallt í Jesú nafni. Einar Thorlacius. Sjötta ársþing norðlenzkra presta, kennara og annarra áhugamanna um kristna og þjóðlega menningu var haldið á Húsavík 17. og 18. sept. sl. Framsöguerindi fluttu: Jónas Jónsson, kennari, Akureyri, um þegnskylduvinnu, séra Benjamín Kristjánsson, um gamla og nýja guðfræði, séra Páll Þorleifsson, um Barth- guðfræðina, Eiríkur Sigurðsson, um guðspeki, og Sigurður Gunnarsson, skólastjóri, Húsavík, um skógræktarmál. Þingið samþykkti þessar ályktanir: I. Fundurinn lítur svo á, að íslenzk þjóð sé nú í alvarlegri hættu stödd varðandi uppeldi, þegnskap, skyldurækni og viðhorf til líkamlegrar vinnu, einkum sá hluti hennar, sem býr í kaup- stöðum, og sé þess brýn nauðsyn, að leitað sé úrræða og um- bóta. Telur fundurinn í því sambandi tímabært, að endurvekja þegnskylduvinnumálið. Æskilegt sé, að þegnskylduvinna, sam- ræmd nútíma viðhorfi, verði í einhverri mynd framkvæmd í landinu. Vill fundurinn benda á eftirfarandi leiðir: 1. Kaupstaðir og hreppar dragi ekki lengur að taka til um- ræðu framkvæmd heimildarlaga um þegnskyldu, nr. 63, 5

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.