Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.01.1950, Page 69

Kirkjuritið - 01.01.1950, Page 69
Aðalfundur Prestafélags Vestfjarða. Aðalfundur Prestafélags Vestfjarða hófst laugardaginn 10. sept. að Bjarkarlundi í Reykhólasveit. Mættir voru 9 starfandi prestar af félagssvæðinu og prófessor Ásmundur Guðmunds- son, formaður Prestafélags íslands. Fundurinn hófst með því, að sunginn var sálmur, og annaðist Jónas Tómasson tónskáld á ísafirði undirleik. Þá las formaður félagsins, sr. Eiríkur J. Eiríksson, Núpi, ritningarorð og flutti bæn. Þá minntist hann látins félaga, sr. Páls Sigurðssonar, Bolungarvík, og risu fundar- menn úr sætum, til þess að votta þessum látna félaga virðingu sína og þakklæti. Síðan las formaður bréf, sem fundinum hafði borizt frá fjarverandi félaga, sr. Jónmundi Halldórssyni, Stað, Grunnavík. Formaður flutti síðan framsögu í aðalmáli fundarins: Kirkjan og menningarlíf þjóðarinnar. H. mál fundarins: Bændakirkjur og safnaðarkirkjur. Fram- sögumaður sr. Einar Sturlaugsson, Patreksfirði. m. mál: Kirkjudagur. Framsögumaður sr. Jón Kr. ísfeld, Bíldudal. í því máli var samþykkt svohljóðandi ályktun: „Aðalfundur Prestafélags Vestfjarða ályktar að stefna beri að því, að komið sé á í söfnuðunum almennum kirkju- degi, þar sem aflað sé fjár til fegrunar kirknanna og um- hverfis þeirra og stuðlað á annan hátt að kirkjulegri menn- ingu. Jafnframt beinir fundurinn þeim tilmælum til bisk- upsins, Prestafélags Islands og kirkjuráðs, að samið verði sérstakt helgisiðaform fyrir slíkan kirkjudag, fyrsta sum- ardag, sjómannadaginn, 1. maí og 17. júní.“ IV. mál: Kirkjan og útvarpið. Framsögum. Þorsteinn Bjöms- son, Þingeyri. V. mál: Gjaldkeri, sr. Einar Sturlaugsson, lagði fram endur- skoðaða reikninga, og voru þeir samþykktir. VI. mál: Stjómarkosning. Stjómin var endurkosin, en hana skipa: Sr. Eiríkur J. Eiríksson, Núpi, formaður, sr. Einar Sturlaugsson, prófastur, Patreksfirði, gjaldkeri og sr. Jón Kr. Isfeld, Bíldudal, ritari. Umræður á fundinum vom miklar og almennar, einkum um aðalmál fundarins. Auk mála, sem fyrir fundinn vom lögð til umræðu, sagði sr. Sigurður Kristjánsson, ísafirði, frá dvöl

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.