Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.01.1950, Page 71

Kirkjuritið - 01.01.1950, Page 71
BÆKUR 69 fræðisdeild Háskólans, biskupunum yfir Sjálandi og nokkrum próföstum og prestum Kaupmannahafnar. Hér er um að ræða mikla fróðleiksnámu, og er skemmtilegt að lesa mannlýsing- arnar. Eru í bókinni eftirmæli um látna þjóna kirkjunnar á þessu tímabili og varpað yfir marga þeirra skýru ljósi. Um mestu menn dönsku kirkjunnar, svo sem Mynster og Martensen, eru langar ritgerðir. Gjöra má ráð fyrir, að ýmsa íslenzka presta fýsi að kynnast æfi og starfi embættisbræðra sinna í Danmörku, og gefst þeim nú gott tækifæri til þess, ef þeir eignast þessa bók. Sama má segja um Kirkelig Haandbog eftir séra Paul Nedergaard. Sjöunda útgáfa hennar er frá 1947. Frank N. D. Buchman: Remaking The World. Dr. Frank Buchman, höfundur siðbótarhreyfingarinnar nýju, sem upphaflega var kennd við Oxford, er sístarfandi að vexti hennar og viðgangi. Hann hefir nú ekki alls fyrir löngu gefið út safn af ræðum sínum og nefnir þær: Remaking the World. Ræður þessar lýsa þróun hreyfingarinnar, starfsaðferðum og hugsjónum. Þær eru mjög hollur og góður lestur. Bókin er gef- in út í London 1947. Frederik Torm: Nytestamentlig Tidshistorie, Köbenhavn 1946. Prófessor dr. Frederik Torm er afkastamikill rithöfundur. Einkum hefir hann verið duglegur við samningu kennslubóka handa nemöndum sínum í guðfræðisdeild Hafnarháskóla. Þykir mörgum hann helzt til þröngsýnn og íhaldssamur. Þessa gætir eigi í bók þeirri, sem hér er nefnd, og má mæla með henni sem ágætri aldarfarslýsingu á Gyðingalandi á tímum Nýja testa- mentisins. John Erskine: The Human Life of Jesus. New York 1945. Bók þessi er skrifuð af mikilli þekkingu og lærdómi og létt aflestrar, en sumstaðar brestur á nákvæmni og sögulega rann- sókn. MYNDIN framan á kápu Kirkjuritsins er af tuminum við dómkirkjuna á Hólum. Sigurður Guðmundsson húsameistari gjörði upp- dráttinn.

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.