Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.12.1952, Page 34

Kirkjuritið - 01.12.1952, Page 34
240 KIRKJURITIÐ Heyr þá bæn, sem flýr í faðm þinn, faðir vor. Fyrir langar, Ijúfar stundir lof sé þér. Hvað þú getur verið vænn; ó, vertu hér. Við erum bara börn, sem eigum bænirnar; þörfnumst okkar elsku föður alls staðar. Hjálpaðu okkur, elsku Guð, á æðsta stig, að vera sólskins kransa hvirfing kringum þig. TUNGLSKIN Á kvöldi einu köldu snemma vetrar kom ég heim frá útistörfum mínum. Vinnustofan var þá mín hin kæra vafin dimmu. Kyrrt var allt og hljótt. Gegnum smugu gluggatjalda milli gægðist tungl frá skírum aftanhimni. Líkust svip í silfurbláum hjúpi sveif inn björt og fögur tunglskinsrák, hitti borð, sem hafði við ég setið, hitti bók, sem lá á borðinu opin, hitti blað, sem hafði’ eg síðast skrifað, hellti björtu Ijósi á þetta allt. Sál mín varð þá snortin köldum hrolli, að svona skyldi þögull máni hafa,

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.