Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.12.1952, Side 45

Kirkjuritið - 01.12.1952, Side 45
251 STEFÁN JÓNSSON, AUÐKÚLU Þrátt fyrir erfitt árferði komu presthjónin fyrir sig sæmilegu búi á Bergstöðum, létu bæta húsakynni og byggja nýja kirkju, og þrátt fyrir ástvinamissi áttu þau ^nargar Ijúfar minningar þaðan, „og allt af finnst mér, sem árin á Bergstöðum hefðu verið einhver beztu ár föður míns“, segir séra Bjöm Stefánsson. Árið 1885 andaðist séra Jón Þórðarson prófastur á Auð- kúlu. Var séra Stefán þá settur til að þjóna kallinu og fékk síðan veitingu fyrir því 30. sept. sama ár. Fluttist hann svo að Auðkúlu í fardögum 1886 og var þar þjón- andi prestur í 35 ár eða til 1921, er hann fékk lausn frá embætti, en við tók sonur hans, séra Bjöm, er þá hélt Bergstaði. Auðkúla er mikil jörð að fornum búskaparsið og vel í sveit sett. Húsakynni voru þar talsvert rýmri en á Berg- stöðum. Um þessar mundir var mest undir því komið fyrir sveitapresta að fá góðar bújarðir, svo að þeir gætu haft stórt bú. Jarðnæði og heimatekjur Auðkúluprests var metið á rúmar 800 krónur á ári, en því fylgdi engin uPpbót í peningum eins og á Bergstöðum. Þegar séra Stefán fluttist í Svínavatnshrepp, var þar margt stórbænda fyrir. 1 Holti, næsta bæ við Auðkúlu, hjó Guðmundur Þorsteinsson, á Gmnd Þorsteinn og í Sólheimum Ingvar, bræður Guðmundar, ættaðir frá Birt- higaholti syðra. Helgi Benediktsson bjó á Svínavatni, en bar var önnur sóknarkirkja séra Stefáns, Erlendur Pálma- s°n í Tungunesi, Jón Pálmason í Stóradal, Jón Guðmunds- s°n á Guðlaugsstöðum og Hannes Guðmundsson á Eiðs- stöðum. Til þess að njóta fullrar virðingar í þeirri sveit mátti presturinn ekki standa þessum nágrönnum sínum mJög að baki í búskap. Svo fór líka, að bú séra Stefáns óx mjög verulega, eftir ah hann fluttist að Auðkúlu. Heimilisfólk var alla jafna Um 0g yfir 20 manns. Afkoma búsins var vitanlega mis- Jöfn eftir árferði, en prestur lagði mikla áherzlu á að eiga vænan búpening og fóðra hann vel. Fyrstu búskapar-

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.