Kirkjuritið - 01.04.1954, Qupperneq 14

Kirkjuritið - 01.04.1954, Qupperneq 14
Sálmui. Lag: Við freistingum gæt þín. Ég vanmegnast tíðum, því veikur ég bið: Ó, veit þú mér, Drottinn, þinn hugljúfa frið, og leið mig úr húmi í Ijómandi sól og lífga þú blóm, er um frostnóttu kól. Ég hrekst fyrir stormi um hreggbarða strönd, því hafið mér byrgir þín skínandi lönd. Ó, gef þú mér vængi þíns guðlega máls, að geti ég svifið sem hugsjónin frjáls. Mig vantar þann kærleik — mig vantar þá trú, sem verið mér gæti sú örugga brú, er tengir við himininn hérvistarskeið. Mér hjálpa þú, Drottinn, á erfiðri leið. Ég á þó í hjarta mér himneska þrá, en hafið mig get ekki jörðunni frá. Ó, þíddu nú klakann, sem kreppir mér að. — í kærleika vernda þú afsniðið blað. Ó, lyftu mér, Drottinn, frá dapurri strönd og dyl þú mér eigi þín sólheiðu lönd. Og gef þú mér örugga guðsbarna von. Ó, gjör þú mig, faðir, þinn heimkomna son. Jón GuSmundsson jrá GarSi í ÞistilfirSi.

x

Kirkjuritið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.