Kirkjuritið - 01.04.1954, Page 16

Kirkjuritið - 01.04.1954, Page 16
158 KIRKJURITIÐ ur á Gyðingalandi, konum, sem höfðu það sér til ágætis, eins og margar konur fyrr og síðar, að þær elskuðu án eigingirni. Fyrir dögun voru þær komnar út að gröf ástvinar sins, manns, sem dæmdur hafði verið og líflátinn á smánar- legan hátt fyrir villutrú og drottinssvik. Af sínum litlu efnum höfðu þær keypt smyrsl og annað, er til þurfti. Og nú ætluðu þær að gera það, sem í þeirra valdi stóð fyrir þennan misþyrmda líkama, allra síðast, áður en hann hyrfi þeim algerlega sjónum. En þá fá þær þessa frétt: Hann ei' ekki hér. Hann er upp risinn. Hvílík fjarstæða! Hvílík fásinna! hafa menn sagt um aldirnar, síðan þetta skeði. Það fannst konunum líka. Þær urðu öldungis forviða. Þær urðu dauðhræddar og flýðu. Og þetta fannst líka lærisveinunum fyrst. Lúkasarguðspjall orðar það meira að segja svo, að þessi orð hafi verið í augum þeirra eins og hégómaþvaður. Að ekki sé talað um aðra. Til dæmis yfirvöldin. Nærri má geta, að menn hafa ekki verið lengi að hrista af sér þessa fjarstæðu. Yfirvöld hyggnustu þjóðar heims- ins urðu að kæfa þessa fregn. Og þau hafa ekki verið lengi að kveða hana niður, þessa fjarstæðu, sem nokkrar einfaldar sálir, konur og karlar, voru að dreifa út. * Það er nú svo. Hvarf þessi fregn eins og þokuslæða fyrir morgunsól? Þurftu menn nokkuð annað en nudda stírurnar úr augimum og vakna til fulls til þess að sjá, að hér var ekkert á ferð annað en draumarugl? Jesús er upp risinn! Hvílíkt ,,hégómaþvaður“. En þessi boðskapur hvarf ekki. Hann gerðist undirstaða nýrrar lífsskoðunar, sem barst eins og eldur í sinu út um löndin. Hér var einmitt komið það, sem mennimir voru að leita að, — innstu þránni svalað.

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.