Kirkjuritið - 01.04.1954, Qupperneq 48

Kirkjuritið - 01.04.1954, Qupperneq 48
190 KIRKJURITIÐ Ætlazt er til þess, að þennan dag verði fluttar messur í svo mörgum kirkjum sem framast er unnt. Þar sem prestur kemur því ekki við sjálfur, er æskilegt, að hann fái leikmann til þess að flytja hugleiðingu við guðsþjónustu í kirkjunni og bænir og ávörp úr kórdyrum. Ný Skállioltsnefnd. Kirkjumálaráðherra hefir nýlega skipað þrjá menn í nefnd, Hilmar Stefánsson bankastjóra og þá prófastana, séra Hálfdan Helgason og séra Sveinbjörn Högnason, til þess að gjöra til- lögur um endurreisn Skálholts og framtíðarskipulag staðarins, sérstaklega með tilliti til afmælis biskupsseturs í Skálholti 1956, og ber nefndinni að hafa í því efni samráð við biskup Islands og leggja síðan tillögur þær, sem biskup og nefndin hafa komið sér saman um, fyrir kirkjumálaráðuneytið til sam- þykktar. Skal nefndin hafa lokið þeim störfum fyrir 1. október næstkomandi, svo að hægt sé að taka upp á fjárlög næsta árs þann kostnað, sem tillögur nefndarinnar kunna að hafa í för með sér. En ætlazt er til, að nefndin standi fyrir framkvæmd- um, þegar þar að kemur. Formaður nefndarinnar er Hilmar Stefánsson. Sumarskóli að Löngumýri. f sumar mun ungum stúlkum væntanlega gefast kostur á að verja sumarleyfi sínu á fjölbreyttari hátt en hingað til hefir verið mögulegt. Ríki og kirkja hafa tekið höndum saman um að gera mögu- lega hugmynd Ingibjargar Jóhannsdóttur, skólastjóra hús- mæðraskólans á Löngumýri í Skagafirði, um nokkurs konar sumarskóla, þar sem hvíld og hressing samhliða nokkurri fræðslu fylgdist að. Ætlunin er, að þessi sumarskóli hefjist 26. júní og starfi í tvo mánuði, sem skiptast í hálfs mánaðar tímabil. Öllum stvilkum, 15 ára og eldri, er heimil þátttaka allan tímann, en skemmsti dvalartími er tíu dagar. Á staðnum er útisundlaug, og farið verður í ferðalög til hinna mörgu sögustaða í nágrenninu og í aðrar skemmtiferðir. Fastir kennarar verða m. a.: Ingibjörg Jóhannsdóttir, skóla- stjóri, Ólafur Skúlason, stud. theol., og Gerður Jóhannsdóttir, kennari. Ennfremur verða fengnir fyrirlesarar að skólanum,

x

Kirkjuritið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.