Kirkjuritið - 01.07.1954, Síða 68

Kirkjuritið - 01.07.1954, Síða 68
354 KIRKJURITIÐ sjóðs með biskupi. Kjörnir voru séra Sveinbjörn Iiögnason og séra Gunnar Árnason. Skeyti. Prestastefnunni bárust kveðjur og heillaóskir frá forseta ís- lands, herra Ásgeiri Ásgeirssyni, kirkjumálaráðherra Stein- grími Steinþórssyni og frú Guðrúnu Pétursdóttur biskupsfrú, en prestastefnan hafði áður sent þeim kveðjuskeyti. Barnaheimilisnefnd. Séra Ingólfur Ástmarsson flutti skýrslu barnaheimilisnefndar þjóðkirkjunnar. Auk hans voru kosnir í barnaheimilisnefnd séra Garðar Þorsteinsson og séra Björn Jónsson. Prestastefnunni slitið. Biskup ávarpaði prestana og þakkaði þeim vel unnin störf. Hann gat þess, að þetta mundi vera fjölmennasta prestastefna, sem hér hefir verið haldin. Alls sátu hana 116 prestar og gestir. Mælti hann m. a. á þessa leið: „Prestastefnan hefir vitnað um samstilltan hug okkar. Við megum ekki láta okkur neitt mannlegt óviðkomandi“. Lauk hann máli sínu með því að hvetja presta til enn aukinna starfa í framtíðinni. Var þá gengið til kapellu háskólans. Þar var sunginn sálmur- inn: „Lát þitt ríki, ljóssins herra“. Biskup las úr Rómverja- bréfinu, 11,33—12,11. Síðan flutti hann bæn. Að lokum tókust allir í hendur og sungu sálminn: „Son Guðs ertu með sanni“- Heima lijá bisknpi. Siðasta kvöldið, er prestastefnunni hafði verið slitið, sátu prestamir boð heima hjá biskupi, en áður höfðu prestskonur þær, er í bænum voru, setið boð biskupsfrúarinnar. Þótti báð- um gott að heimsækja hin nýju biskupshjón, og njóta hjá þeim alúðar og ágætra veitinga. Ályktanir samþykktar. Slysavarnir. Prestastefnan þakkar Slysavarnafélagi íslands og þeim mönnum sérstaklega, sem gerzt hafa brautryðjendur í

x

Kirkjuritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.