Kirkjuritið - 01.07.1954, Blaðsíða 17

Kirkjuritið - 01.07.1954, Blaðsíða 17
BISKUPSVÍGSLAN 303 legar fórnir, Guði velþóknanlegar fyrir Jesúm Krist. (1. Pét. 2. 5.) Oss er gefin sú náð að mega teljast til Guðs hjarðar. Það mega allir vita, að þar eigum vér heima. Vér erum í þeirri fylkingu, sem skipar sér undir merki Krists. Alltaf bættist við þá fyikingu. Þjóðir og einstaklingar tóku á móti blessun hins eilífa lífs. Hvílík gjöf og blessun, að hinni íslenzku þjóð var boðið að búa í þeirri byggingu, sem reist er á hinum traustasta grunni. Á hinum fyrsta hvítasunnudegi kirkjunnar heyrðu menn á ýmsum tungum talað um stórmerki Guðs. Hvílík hátíð, er menn á íslenzku heyrðu talað um stór- merki Guðs. Þökkum þær minningar, er geymast í sögu þjóðar vorrar, minningar um þá, sem hafa flutt boðskap frá Drottni, og minningu um þá, sem hafa tekið á móti lífsins orði. Þeir hlustuðu á aðra, en þá fyrst var gleðin eign hjartans, er þeir sögðu: Það er eigi framar fyrir þitt tal, að vér trúum, því að sjálfir höfum vér heyrt og vitum, að Jesús er í sannleika frelsari heimsins. (Jóh. 4. 42.) Þannig heldur kirkja Krists áfram að starfa. Dag hvern skal kallað á menn undir merki Drottins. Það er ekki hægt að hugsa sér meiri gleði en þá, að eignast þá náð að þekkja hinn eina sanna Guð og þann, sem hann sendi, Jesúm Krist. Þegar menn trúa með hjartanu, þá hljóta menn að játa með munninum. Þess vegna skal játningin og lofgjörðin ávallt hljóma í kirkju vorri. Þó að kynslóðir komi og fari, skal yfir oss hljóma eilífa lagið við pílagrímsins gleðisöng. Á þessu skal ekkert hlé verða. * Vér höfum fengið hlutdeild í hinni dýrustu arfleifð. Postulinn segir: Það, sem þú heyrðir mig tala í margra votta viðurvist, það skalt þú fá í hendur trúum mönnum, sem munu færir um líka að kenna öðrum (2. Tím. 2. 2.) Þannig hefir verið farið að til þessa dags.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.