Kirkjuritið - 01.12.1954, Page 8

Kirkjuritið - 01.12.1954, Page 8
430 KIRKJURITIÐ En hvort tveggja mun vera, að maðurinn mun sjaldnast vera heill og óskiptur í skoðun og framkvæmd, og það, sem innst býr og helgast er, mun ekki að jafnaði setja svipmót á ævisögur manna. Margt veldur því. Saga mannkynsins í nítján aldir er tvíþætt, saga um höll valdsins, sverð og ofbeldi, stríð og styrjaldir, stórar athafnir, stöðug framþróun vélamenningar, en einnig saga um djúpa löngun eftir friði og hamingju í samhjálp og samstarfi. Það er því líkast, sem alla þá sögu mætti draga upp í lítilli mynd, þar sem maður krýpur í bæn í hjartans auðmýkt fyrir framan mynd af guðsmóður með frelsara mannkynsins í faðmi, en útifyrir drynja vábrestir og skelfilegar ógnir. En þetta er saga mannkynsins, af því að þetta er saga hvers einstaklings. Þannig erum við tvíþætt í hugsun og allri framkvæmd. Þess vegna gengur okkur illa að velja, hvorum við eigum að fylgja, og trúum bæði á Krist og Þór. Eitt af listaverkum Einars Jónssonar myndhöggv- ara er af þessari baráttu tvíeðlisins. Maðurinn er að reyna að rísa á fætur og lyftir krossins tákni eins hátt og hann megnar, en hrammur dýrsins liggur þungt á herðum hans og leitast við að þrýsta honum niður. Jólin vekja hjá okkur margs konar hugleiðingar. Það er eitt af megineinkennum þeirra, hve marga þau fá til að hugsa á annan hátt en hversdagsleikinn leyfir, starfið og stríðið heimta. Þeim tekst það, sem öðrum dögum ársins, jafnvel helgum dögum og hátíðum, tekst oft mjög erfið- lega, að vekja viðkvæmustu hugsanir hjartans, gera jafn- vel harðskeljaðan athafnamanninn bljúgan og auðmjúkan. Hjá mörgum eru æskuminningarnar um jólin heima i foreldrahúsum svo þéttofnar saman við jólaguðspjallið, að ekki verður greint í sundur, hvor þátturinn er í raun og veru sterkari. En einmitt þetta segir okkur langa og stór- merkilega sögu: Þannig hefir jólaboðskapurinn verið flutt-

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.