Kirkjuritið - 01.12.1954, Blaðsíða 8

Kirkjuritið - 01.12.1954, Blaðsíða 8
430 KIRKJURITIÐ En hvort tveggja mun vera, að maðurinn mun sjaldnast vera heill og óskiptur í skoðun og framkvæmd, og það, sem innst býr og helgast er, mun ekki að jafnaði setja svipmót á ævisögur manna. Margt veldur því. Saga mannkynsins í nítján aldir er tvíþætt, saga um höll valdsins, sverð og ofbeldi, stríð og styrjaldir, stórar athafnir, stöðug framþróun vélamenningar, en einnig saga um djúpa löngun eftir friði og hamingju í samhjálp og samstarfi. Það er því líkast, sem alla þá sögu mætti draga upp í lítilli mynd, þar sem maður krýpur í bæn í hjartans auðmýkt fyrir framan mynd af guðsmóður með frelsara mannkynsins í faðmi, en útifyrir drynja vábrestir og skelfilegar ógnir. En þetta er saga mannkynsins, af því að þetta er saga hvers einstaklings. Þannig erum við tvíþætt í hugsun og allri framkvæmd. Þess vegna gengur okkur illa að velja, hvorum við eigum að fylgja, og trúum bæði á Krist og Þór. Eitt af listaverkum Einars Jónssonar myndhöggv- ara er af þessari baráttu tvíeðlisins. Maðurinn er að reyna að rísa á fætur og lyftir krossins tákni eins hátt og hann megnar, en hrammur dýrsins liggur þungt á herðum hans og leitast við að þrýsta honum niður. Jólin vekja hjá okkur margs konar hugleiðingar. Það er eitt af megineinkennum þeirra, hve marga þau fá til að hugsa á annan hátt en hversdagsleikinn leyfir, starfið og stríðið heimta. Þeim tekst það, sem öðrum dögum ársins, jafnvel helgum dögum og hátíðum, tekst oft mjög erfið- lega, að vekja viðkvæmustu hugsanir hjartans, gera jafn- vel harðskeljaðan athafnamanninn bljúgan og auðmjúkan. Hjá mörgum eru æskuminningarnar um jólin heima i foreldrahúsum svo þéttofnar saman við jólaguðspjallið, að ekki verður greint í sundur, hvor þátturinn er í raun og veru sterkari. En einmitt þetta segir okkur langa og stór- merkilega sögu: Þannig hefir jólaboðskapurinn verið flutt-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.