Kirkjuritið - 01.12.1954, Blaðsíða 6

Kirkjuritið - 01.12.1954, Blaðsíða 6
428 KIRKJURITIÐ jarðvegi kærleikurinn þrífst bezt, dylst okkur ekki, að sá jarðvegur verður að vera hreinn. Þar má ekki þróast neitt það, sem truflar, svo að ávöxtur kærleikans geti orðið fullþroska, hin heilaga fórn. Hún vex ekki upp af allsnægtum og eiginhagsmunum. Hún verð- ur alltaf að vökvast tárum og blóði. Hún verður aldrei gefin nema af auðlegð allsleysisins í sársauka, ljúfum, unaðslegum sársauka. Móðirin, sem á ekkert að gefa ann- að en kærleika sinn, er auðugust allra, því að gjöf hennai' er hrein og engu blandin. Sú móðir gefur allt, sem hún á. Rödd himinsins segir: „Enginn gefur meira en hún.“ Frelsari mannanna mátti einskis njóta annars en þess bezta, sem mannheimar eiga, þegar hann kom og gerðist maður, „gerðist fátækur vor vegna“. En af því að við minntumst á veglega höll, um leið og við horfðum á gripahúsið með jötunni lágu, skulum við veita því athygli, að það er konungshöll í jólaguðsjallinu, þar bjó Heródes konungur. Hans sjónarmið voru önnur en móðurinnar. Þar glyttir í stjórnvizku valdhafans, sem fer krókaleiðir til að ná marki sínu. Þar glampar á sverð ofbeldisins sem fram- kvæmdavald hins sterka. Þar bærist ekki þörf fórnfýs- innar, heldur krafan um fórn annarra, til þess að rétt- læti valdhafanna verði fullnægt. Við höfum enga ástæðu til að segja neitt misjafnt um konunginn. Hann er veraldarmaður, mikils metinn höfð- ingi þjóðar sinnar. En hann og móðirin eru ekki lík. Við skiljum ekki jólaguðspjallið, nema við sjáum á mynd- inni höll hins veraldlega valds, þar sem hún gnæfir yfir hellisskútanum lága, þar sem móðirin situr með barn sitt í faðmi, madonna, guðsmóðir, og stór tár hrynja af aug- um hennar. Hætturnar, sem yfir barni hennar vofa, eru svo ægilegar. Sverðið, sem vofir yfir höfði hans, nístir hennar eigin sál.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.