Kirkjuritið - 01.12.1954, Blaðsíða 12
434
KIRKJURITIÐ
ágætan söngflokk frá Súðavík, sem annaðist söng við guðs-
þjónustuna.
Eyrarkirkja er bændakirkja. Hún er byggð árið 1866 og enn
í dágóðu standi, laglega máluð innan.
Eftir vísitazíuna héldum við og allur söngflokkurinn til
Súðavíkur, fyrst til heimilis söngstjórans, Áka kaupmanns
Eggertssonar, og svo til skóla kauptúnsins. Þar var mjög fjöl-
sótt guðsþjónusta.
Um kvöldið fórum við til ísafjarðar og gistum þar á heimili
sóknarprestsins.
Morguninn eftir, fimmtudaginn 29. júlí, fórum við snemma
á Djúpbátnum til Bolungarvíkur. Kom þar um borð sóknar-
presturinn, séra Þorbergur Kristjánsson, sem einnig þjónar
Stað í Grunnavík eftir séra Jónmund Halldórsson. Sigldum við
síðan til Staðar. Þar fór fyrst fram vísitazía kirkjunnar, sem
er rúmlega 60 ára gömul. í henni er gamall og ágætur prédik-
unarstóll. Eru málaðar á spjöld hans myndir af guðspjalla-
mönnunum fjórum, en á hurð mynd af presti í fullum skrúða
fyrir altari. Sóknarmenn telja þá mynd vera af presti þeim,
sem stólinn gaf kirkjunni og hafi heitið Halldór. Getur þetta
vel verið rétt, miðað við gerð myndanna, og væri þá prestur-
inn séra Halldór Jónsson, sem vígðist aðstoðarprestur að Stað
í Grunnavík 1678 og þjónaði prestakallinu til 1726.
Eftir messu hröðuðum við okkur niður að ,,Fagranesi“, sem
beið okkar. Varð mér litið yfir í kirkjugarðinn að Stað. Þar
stóð dálítill hópur af fólki umhverfis leiði séra Jónmundar.
Þótti mér það fögur sjón og tala skýrt sínu máli.
Um kvöldið fór sóknarpresturinn með okkur um byggðina
í Bolungarvík í mjög fögru veðri, og gistum við síðan á heimili
hans.
Föstudaginn 30. júlí fór fram vísitazía í Hólskirkju í Bol-
ungarvík, sem er vistlegt hús og vel við haldið og á ýmsa
góða gripi, meðal annars skírnarfont, skorinn af Ríkarði Jóns-
syni, og útskorna Kristsmynd. Gaf kvenfélagið Brautin skírnar-
fontinn, en ættingjar og vandamenn séra Páls Sigurðssonar í
Bolungarvík Kristsmyndina. Vel æfður og fjölmennur kirkjukór
söng, og var söngurinn með ágætum.
Eftir vísitazíuna áttum við ánægjustund með ýmsum starfs-
mönnum safnaðarins á heimili prestsins. Um kvöldið ókum