Kirkjuritið - 01.12.1954, Síða 10

Kirkjuritið - 01.12.1954, Síða 10
Vísitazía um ísafjarðarprófastsdœmi. Norður-ísafjarðar og Vestur-ísafjarðar prófastsdæmin voru ein af þeim fáu, sem dr. Sigurgeir biskup átti eftir að vísitera, er hann lézt. Ákvað ég því að byrja vísitazíu þar. Var séra Sveinn Víkingur skrifstofustjóri með mér í Norðurprófasts- dæminu til júlíloka. Vísitazían hófst í Vatnsfjarðarprestakalli, þar sem prófastur Norður-ísafjarðarprófastsdæmis, séra Þorsteinn Jóhannesson, er prestur. Hittumst við á Arngerðareyri að kveldi 24. júlí. Næsta dag, laugardaginn 25. júlí, þjónuðum við báðir fyrir altari og prédikuðum í Nauteyrarkirkju og Melgraseyrarbcen- húsi. Og höguðum þannig guðsþjónustum í hverri kirkju, meðan við vorum saman. Árið 1885 var Kirkjubólskirkja í Langadal flutt að Nauteyri, endurbyggð þar og vel til hennar vandað. Er kirkjan bændakirkja. Bænhúsið að Melgraseyri er 96 ára gamalt og þarfnast nokkurra aðgerða, enda þótt því hafi yfirleitt verið vel við haldið. Við guðsþjónustuna voru vígðir ágætir munir, sem Reykvíkingar, ættaðir úr byggðar- laginu, höfðu gefið: Altarisklæði og altarisdúkur, hökull og rykkilín. Sunnudaginn 26. júlí fór fram vísitazía að prestssetrinu, Vatnsfiröi. Þar er steinkirkja, reist 1911, vandað hús. Hún stendur á fagurri grasflöt, og sunnan undir henni hefir kven- félag Vatnsfjarðarsveitar látið girða reit til trjáræktar og blóma. Um kvöldið var hvasst og talsverður sjór, svo að við fórum fyrst um nóttina til Æðeyjar og hvildumst þar vel til næsta dags. Þá vísiteraði ég Unaösdalskirkju. Hún var vígð haustið 1898 og er enn allstæðilegt Guðs hús. Þetta var síðasta visitazían í Vatnsfjarðarprestakalli. En prófastur þjónar nú jafnframt Ögursókn i Ögurþingum. Fylgdi hann okkur að Ögri, og þar vísiteraði ég þriðjudaginn 27. júli.

x

Kirkjuritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.