Kirkjuritið - 01.12.1954, Blaðsíða 10

Kirkjuritið - 01.12.1954, Blaðsíða 10
Vísitazía um ísafjarðarprófastsdœmi. Norður-ísafjarðar og Vestur-ísafjarðar prófastsdæmin voru ein af þeim fáu, sem dr. Sigurgeir biskup átti eftir að vísitera, er hann lézt. Ákvað ég því að byrja vísitazíu þar. Var séra Sveinn Víkingur skrifstofustjóri með mér í Norðurprófasts- dæminu til júlíloka. Vísitazían hófst í Vatnsfjarðarprestakalli, þar sem prófastur Norður-ísafjarðarprófastsdæmis, séra Þorsteinn Jóhannesson, er prestur. Hittumst við á Arngerðareyri að kveldi 24. júlí. Næsta dag, laugardaginn 25. júlí, þjónuðum við báðir fyrir altari og prédikuðum í Nauteyrarkirkju og Melgraseyrarbcen- húsi. Og höguðum þannig guðsþjónustum í hverri kirkju, meðan við vorum saman. Árið 1885 var Kirkjubólskirkja í Langadal flutt að Nauteyri, endurbyggð þar og vel til hennar vandað. Er kirkjan bændakirkja. Bænhúsið að Melgraseyri er 96 ára gamalt og þarfnast nokkurra aðgerða, enda þótt því hafi yfirleitt verið vel við haldið. Við guðsþjónustuna voru vígðir ágætir munir, sem Reykvíkingar, ættaðir úr byggðar- laginu, höfðu gefið: Altarisklæði og altarisdúkur, hökull og rykkilín. Sunnudaginn 26. júlí fór fram vísitazía að prestssetrinu, Vatnsfiröi. Þar er steinkirkja, reist 1911, vandað hús. Hún stendur á fagurri grasflöt, og sunnan undir henni hefir kven- félag Vatnsfjarðarsveitar látið girða reit til trjáræktar og blóma. Um kvöldið var hvasst og talsverður sjór, svo að við fórum fyrst um nóttina til Æðeyjar og hvildumst þar vel til næsta dags. Þá vísiteraði ég Unaösdalskirkju. Hún var vígð haustið 1898 og er enn allstæðilegt Guðs hús. Þetta var síðasta visitazían í Vatnsfjarðarprestakalli. En prófastur þjónar nú jafnframt Ögursókn i Ögurþingum. Fylgdi hann okkur að Ögri, og þar vísiteraði ég þriðjudaginn 27. júli.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.