Kirkjuritið - 01.12.1954, Blaðsíða 44

Kirkjuritið - 01.12.1954, Blaðsíða 44
466 KIRKJURITIÐ og þýðing Paradísarmissis og Messíasarkviðu, vinnur eng- inn maður í vesöld og volæði, þó að snillingur sé. Umhverfi séra Jóns fyrir norðan hefir verið honum geðfellt, og ekki brást honum þar mannheUlin, fremur en annars staðar, eins og fyrr var sagt. Raunar talar hann enga tæpitungu við sóknarbörn sín, Þelmerkingana, í ljóð- um sínum og lausavísum. Og ef til vill hefir honum fund- izt, að hann ætti heldur litlum skilningi hjá þeim að fagna oft. Jón forseti getur þess í æviminning séra Jóns, að hann hafi heyrt, að eigi hafi farið sérlega mikið fyrir kenni- mannshæfileikum hans. Séra Einar Thorlacius í Saurbæ í Eyjafirði, yngri samtíðarmaður séra Jóns, reit forseta bréf og leiðrétti þennan misskilning. Þar segir: ,JHvernig getur þetta verið satt? Hver, sem Jieyrði hann tála, gat ekki annað um það sagt, en að Svada1) sæti á vöi'um hans. Svo var Jionum létt um mál. Sætur, lipur og streymandi talandi syilaði á vö't'um hans. Augun tindr- uðu, tær og skær eins og silfurglitrandi stjama í heiði, og gerðu mikil áhrif á þeim (sic.), sem Jiann sá.“ Persónutöfrar séra Jóns hafa heldur ekki brugðizt hon- um á þessum vettvangi. Hitt er annað, að skáldið hefir hér skyggt á prestinn, ef svo mætti segja. Séra Matthías átti og ekki að hafa verið mikill kennimaður í kirkju. Það er enn algengt að heyra hjá sumu gömlu fólki í Eyja- firði. Þjóðskáld mátti ekki vera annað en þjóðskáld í vitund manna. Yfirburðir snilldarinnar máttu ekki koma niður nema á einum stað. Séra Jón Þorláksson vildi vera hvort tveggja: prestur og sJcáld. Og þó að nú fari minna fyrir hinu áðurnefnda í endurminning þjóðar hans, má kirkjan sízt gleyma því, að hann var hennar sonur og hennar þjónn, „prestur i fúll 30 ár“, eins og stendur undir margstrengjuðu hörp- imni á legsteini hans í Bægisárgarði. 1) Mælskulistin.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.