Kirkjuritið - 01.12.1954, Page 21

Kirkjuritið - 01.12.1954, Page 21
EVANSTONÞINGIÐ 443 Miðstjórnin kýs svo úr sínum hópi 20 manna framkvæmdar- nefnd, og var formaður hennar, og því aðal framkvæmdastjóri allrar hreyfingarinnar, Visser t’Hooft. í stjórnarlögum alþjóðakirkjuráðsins eru nefnd 7 starfssvið: 1. Að halda áfram starfi hinna tveggja miklu sameiningar- hreyfinga „Líf og starf“ og „Trú og skipulag". 2. Að auðvelda samstarf kirkjudeildanna. 3. Að greiða fyrir samstarfi um nám. 4. Að efla samstarf einstaklinga innan kirknanna. 5. Að ná samvinnu við aðrar skyldar hreyfingar. 6. Að efna til ráðstefna um sérstök málefni. 7. Að efla kristniboð kirknanna. Aðalskrifstofan er í Genf í Sviss. Hefir hún mikil útibú í London, New York og víðar. Er hér engin leið að lýsa þeim margháttuðu störfum, sem unnin eru í þessum skrifstofum og á annan hátt. Þar er til dæmis um stórfellda starfsemi að ræða til þess að bæta úr neyð flóttamanna og annarra bágstaddra. í sérstakri nefnd var unnið af miklu kappi að undirbúningi þingsins í Evanston og stuðlaði það mjög að góðum árangri þess, hve vel málin voru undirbúin. Valdi nefndin aðal umræðu- efni, sem var: Kristur, von heimsins. Mikilvægur þáttur í starfinu er Æskulýðsdeildin. Hélt hún, ásamt ýmsum öðrum hliðstæðum félagsskap, alþjóðaráðstefnu kristinnar æsku í Indlandi 1952. Þá er og mikil útgáfustarfsemi á vegum ráðsins. Það gefur út tímarit: The Ecumenical Review og fjölda margt fleira. Lpphaf Evanstonþingsins. Til þessa annars þings Alþjóðakirkjuráðsins komu: Prestar Konur Leikmenn Alls Kjörnir fulltrúar . 383 44 75 502 Fulltrúar án atkv. . .. . 328 111 60 499 Ráðgefendur 93 15 37 145 Æskulýðs ráðgefendur . 36 31 29 96 Boðsgestir 23 3 5 31 Aðrir þátttakendur . . 24 0 1 25 Alls .. . 887 204 207 1298

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.