Kirkjuritið - 01.12.1954, Blaðsíða 35

Kirkjuritið - 01.12.1954, Blaðsíða 35
SÍRA JÓN ÞORLÁKSSON Á BÆGISÁ 457 En nú víkur að því, er séra Jón hafði orðið að láta af embætti í hið síðara sinn. Þá, um haustið 1773, ræðst hann aðstoðarmaður að hinu ný-stofnaða prentverki í Hrappsey, og var talið, að væri að undirlagi dr. Finns biskups. En þá gerðist margt í senn, sem miklum örlögum réð í lífi séra Jóns Þorlákssonar. Eitt af því fyrsta, sem Hrappseyjarprentsmiðjan lét frá sér fara, er ljóðasafn eftir séra Jón (1774), og urðu þar kunnust svokölluð Túllinskvæði, þýdd úr dönsku og prent- aður einnig frumtextinn. Var Túllin þessi norskrar ættar (Chr. T. 1728—1765) og all-gott skáld. Eru þýðingarnar víða með snilldarbragði og náðu þegar miklum vinsæld- um, svo sem hið fræga brúðkaupsljóð „Sjötti Maídagur“ og „Sæförin", sem í dróttkvæðri útlegging séra Jóns er kröftug drápa, og hefir verið sagt, að minnti sums staðar á beztu þýðingar séra Matthíasar (Dr. J. Þ.). Hefir þá skáldið staðið á þrítugu, er þessi fyrsta bók hans var prentuð, og var algert einsdæmi á þessum tíma. Meira að segja öndvegisskáld 19. aldar sum sáu varla eftir sig staf á prenti, hvað þá heldur heila kvæðabók. Slíkt gerðist ekki fyrr en oft löngu eftir þeirra eigin dag. Túllinskvæði voru víða lesin og báru skáldhróður séra Jóns um land allt, auk þess sem lausavísur hans, snjallar og hnittnar, voru á hvers manns vörum. Og um þetta leyti, eða haustið 1774, gengur hann að eiga Margrétu, dóttur Boga Benediktssonar í Hrappsey, eiganda prentverksins og eins ríkasta bónda við Breiða- fjörð og raunar í öllu landi. Virðist hann síður en svo hafa verið andvígur þessum ráðahag dóttur sinnar, og mun hafa haldið góðri vináttu við séra Jón til dauðadags (1803). En víst er, að albróðir Margrétar, Benedikt stúdent í Staðarfelli, var einn mesti ástvinur jafnan séra Jóns, og skiptust þeir á gjöfum. Sendi Benedikt norður að Bægisá gersemar úr búum sínum í Breiðafirði, en prestur aftur ljóðstafi mági sínum og vini. Þau Margrét reistu bú í Galtardal á Fellsströnd, og 30
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.