Kirkjuritið - 01.12.1954, Blaðsíða 45
SÍRA JÓN ÞORLÁKSSON Á BÆGISÁ
467
EFTIRMÁLI.
í dagblaðinu „Vísi“, 24. júní s.l., gerði Snæbjörn Jóns-
son, rithöfundur, „litla athugasemd" við erindi mitt, og
voru ábendingar hans, er einkum snertu tvö atriði, með
þökkum þegnar og leiðrétt það, sem þurfa þótti, eins og
erindið er nú prentað. Var hér aðallega um að ræða
nokkra misfellu á vísu séra Péturs á Víðivöllum: „Seraf
lægsti o. s. frv.“ — „verða von“ í stað „vera von“, en leshátt-
inn hafði eg eftir mörgum heimildum, til dæmis Ævisög-
unni i Ljóðabók II.
Stökuna um Hjaltadalsheiði tilfærði eg ekki, en gat
hennar lauslega, óbeint, og breytir raunar engu, þó að
Jón Jakobsson, sýslumaður, eigi hana með nafna sínum.
Auðvitað varð mörgu og mörgum að sleppa í erindi
þessu, er það var samið og flutt, svo þröngur stakkur, sem
því var skorinn. En rétt er það, að ómaklega kom það
niður á Þorsteini stúdent Jónssyni frá Auðkúlu, úr því að
minnzt var nokkurra þeirra manna, er stóðu að útgáfu
rita séra Jóns.
Var Þorsteinn einn ötulasti bókaútgefandi hér á landi
um skeið á fyrra helmingi 19. aldar, eldheitur hugsjóna-
maður, lista og menntavinur. Keypti hann safn séra Þor-
steins heitins í Reykholti af Ijóðum séra Jóns, jók mikið
og gaf síðan út ljóðabók séra Jóns Þorlákssonar í tveim
bindum 1842—1843 (Kaupmannahöfn). Bjó Jón Sigurðs-
son forseti verkið undir prentun og reit ævisögu skáldsins.
Er útgáfa þessi hin vandaðasta og verður sjálfsagt ávallt
talin ein aðal-heimildin um séra Jón Þorláksson, líf hans
og list.
Nota eg svo tækifærið til að þakka Snæbirni Jónssyni
og öðrum þeim, sem getið hafa erindis míns lofsamlega,
bæði í blöðum og á öðrum vettvangi.
Loks skal það tekið fram, að minnisvarðann á leiði séra
Jóns reistu honum niðjar hans, og hafði dr. Jón Þorkelsson
þar alla forgöngu og forsögn. Gaf hann og út um svipað