Kirkjuritið - 01.12.1954, Blaðsíða 18

Kirkjuritið - 01.12.1954, Blaðsíða 18
440 KIRKJURITIÐ lega fyrir mér fólksfækkun sveitanna og jafnvel landauðn. En nú trúi ég því fastlega, að þetta tápmikla og trygglynda fólk eigi þann sigur í vændum, að fyrir starf þess og atorku minnki landið ekki, heldur verði sveitir þess aftur fjölmennari og þátt- ur þeirra í sögu íslendinga ekki minni en áður. Ég sendi öllum, prestum og safnaðarfólki, hjartanlega kveðju mína og þakkir og bið kirkju og kristni þessara prófastsdæma blessunar Guðs um aldur. 30. september 1954. Ásmundur Guðmundsson. Kirkjuritið vantaði því miður myndir af þeim prestunum, séra Þorbergi Kristjánssyni og séra Kára Valssyni, svo að þær gátu ekki fylgt grein þessari eins og ætlazt var til. * Kirkjumót í Prestsbakkakirkju. Kirkjumót Vestur-Skaftafellssýslu var haldið að Prestsbakka- kirkju sunnudaginn 17. ágúst og hófst kl. 2 síðdegis með guðs- þjónustu. Ólafur Ólafsson kristniboði prédikaði, en séra Jónas Gíslason þjónaði fyrir altari. Að guðsþjónustunni lokinni var gert stutt hlé, en síðan hófst samkoma, sem héraðsprófastur setti og stjórnaði. Formaður kirkjukórasambands Vestur- Skaftafellssýslu, Óskar Jónsson, bókari, flutti ávarp, en aðal- erindi mótsins flutti Ólafur Ólafsson og talaði um kristniboð. Séra Valgeir Helgason í Ásum flutti hugvekju um bænina, en að lokum sleit prófastur mótinu með nokkrum hvatningarorð- um. — Milli ræðuhalda sungu allir kirkjukórarnir saman, en organistarnir skiptust á um að leika undir. Meðal annars sungu kórarnir frumsaminn sálm eftir séra Valgeir Helgason. Kirkjumót þetta var haldið að tilhlutan kirkjukórasambands- ins og prestanna í prófastsdæminu. Svipuð mót hafa þrjú verið haldin áður. Nú eru starfandi sjö kirkjukórar í V.-Skaftafellssýslu og tala kórfélaganna alls um 130, en af þeim munu 100 hafa sótt kirkju- mótið, en að mótinu loknu sat allt söngfólkið hóf í samkomuhús- inu að Kirkjubæjarklaustri í boði kirkjukórs Prestsbakkasóknar. — Var mótið vel sótt og þótti takast með ágætum, en alls munu kirkjugestir hafa verið hátt á þriðja hundrað. Var Prestsbakka- kirkja fullskipuð, en hún er ein af stærstu sveitakirkjunum á landinu og nú senn aldargömul, byggð 1859.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.