Kirkjuritið - 01.12.1954, Blaðsíða 40
462
KIRKJURITIÐ
að vöxtum. Má til dæmis geta þess, að Messíasarkviða er
í þýðingu séra Jóns undir fornyrðislagi hvorki meira né
minna en 80000 vísuorð (eftir talningu dr. Alexanders
Jóhannessonar, háskólarektors). Og Paradísarmissir litlu
skemmri. En þetta allt vann séra Jón á ótrúlega stuttum
tíma.
Paradísarmissi mun vinur hans, Halldór Hjálmarsson,
hafa sent honum árið 1790 og hvatt hann til að snúa. Og
þessu verki er lokið 1805. En þá er Klopstock líka kominn
til sögunnar og fullgerður á næstu árum. Og ekki þar
með búið. Séra Jón þýddi enn eina bók á Bægisárárum
sínum öndverðum. En það var „Tilraun um manninn“
eftir Alexander Pope (,,Pópa“), heimsfrægt verk, heim-
spekilegs efnis, og kom út á Leirárgörðum 1798, tileinkað
Stefáni amtmanni Þórarinssyni.
Og að engu þessu var höndum kastað. Hvergi náði séra
Jón Þorláksson slíku töfrataki á sína margstrengjuðu
hörpu og í þýðingum þessum, einkum þó Paradísarmissi
og Messíasarkviðu. Snilld þeirra varð mönnum í senn
ráðgáta og aðdáunarefni. Og flaug nú orðstir skáldsins
landsenda á milli og útlendir menntamenn kepptust um
að sýna honum margs konar sæmd og virðingu. Sumir
þeirra, sem ferðuðust hér heima, gátu hans í bókum sín-
um með miklu lofi, eins og skozki landkönnuðurinn Mac-
kenzie, og aðrir sóttu hann heim norður að Bægisá, eins
og enski presturinn dr. Henderson og málfræðingurinn
frægi, Rasmus Kristján Rask, er tók að safna handritum
skáldsins. Og fyrir dauða sinn höfðu séra Jóni hlotnazt
opinber heiðurslaun úr tveim áttum, fyrstum íslenzkra
skálda, frá konungi Dana (40 dala árslaun) og félagi
fagurra iista í Bretlandi stór fjárupphæð (270 dalir).
Og þó urðu frægustu verk hans ekki gefin út í heild
fyrr en árið 1828, Paradísarmissir, og stóðu að útgáfu
hans fyrir Bókmenntafélagið séra Þorgeir Guðmundsson
og séra Þorsteinn Helgason í Reykholti, sem mjög lét sér
annt um að halda til haga verkum séra Jóns, og árin 1834