Kirkjuritið - 01.12.1954, Page 54
476
KIRKJURITIÐ
árið 1934. Varð þá að byggja sérslakt þverskip við kórinn fyrir
orgelið og er það einnig notað af söngkórnum, en slíkt fyrir-
komulag virðist undirrituðum miklu eðlilegra, þrátt fyrir forn-
ar venjur, og spáir því útbreiðslu hér í okkar frjálslyndu kirkju.
Virðist orgel þetta enn vera í góðu lagi, þrátt fyrir rúmlega
hálfrar aldar þjónustu. Fyrsta pípuorgelið á íslandi, utan
Reykjavíkur, mun hafa verið sett í Hafnarfjarðarkirkju árið
1914. í hinni stóru og nýlegu Akureyrarkirkju er ekki pípu-
orgel, heldur rafmagnsorgel.
Annað var það í ísafjarðarkirkju, sem engu síður vakti at-
hygli mína, en það var mjög fagurt kirkjulíkan, sem stendur
nálægt orgelinu. Líkan þetta er eftir Guðjón heitinn Samúelsson,
en Sigurgeir heitinn Sigurðsson biskup fékk það handa sinni
uppáhaldskirkju.
Var ég hrifinn af hinum íslenzka stuðlabergsstíl, sem er svo
vel samræmdur um alla bygginguna. Síðan hefir ekki frá mér
vikið óskin um, að Hallgrímskirkjan í Reykjavík yrði byggð
eftir þessari fyrirmynd og þá um leið af nokkru hóflegri stærð
en nú er áformað. Er húsameisturum vorum vissulega treyst-
andi til að samræma slíka byggingu þeim grunni, sem þegar
er gerður, ef til vill með nokkurri styttingu og öðrum nauðsyn-
legum breytingum. Má ekki horfa í slíka fyrirhöfn, ef tvennt
vinnst: Sköpun fegurri minningarkirkju Hallgríms Péturssonar
og þá um leið nokkur sparnaður á milljónakostnaði kirkjunnar
miklu.
Ég lýk svo þessum leikmanns-hugleiðingum með einlægri
ósk um, að foráðamenn kirkjubyggingarinnar vilji gefa gaum
hugmynd þessari, þótt fráleit kunni að virðast í fyrstu.
Guöm. Ágústsson
(frá Birtingáholti).
Gjöf til Ögurkirkju.
Hinn 3. júní s.l. voru liðin hundrað ár frá fæðingu Jakobs
Rósinkarssonar, óðalsbónda í Ögri við ísafjarðardjúp. Dóttir
hans, Ragnhildur Jakobsdóttir, hefir nýlega gefið vandaðan ofn
í Ögurkirkju og minnzt á þann veg 100 ára afmælis föður síns.
Jakob Rósinkarsson var framkvæmdamaður mikill, meðan hann