Kirkjuritið - 01.12.1954, Side 11
VÍSITAZÍA
433
Þótti mér mikils um vert að sjá þetta fornfræga höfuðból líkt
°g Vatnsfjörð áður. Ögurkirkja er bændakirkja, reist 1833, en
endurbætt 1859. Hún hefir verið rafhituð, og er viðhald hennar
í góðu lagi.
I Ögri skildu leiðir okkar prófasts. Hafði hann í hvívetna
undirbúið vísitazíu mína sem bezt. Við hverja messu mælti
hann til mín nokkrum orðum, og ég svaraði og ávarpaði söfn-
uðinn á ný í lok hverrar guðsþjónustu. Hélt ég þeirri venju
Séra SigurOur Krisijánsson,
IsafirOi.
Séra Þorsteinn Jóhannesson,
•prófastur, Vatnsfiröi.
jafnan síðan. Og allir prestanna fluttu stutta ræðu til mín í
kirkjum sínum og minntust þá stundum á sérstök kirkjumál.
Að vísitazíunni var jafnan aðsókn hin bezta, og sóttu þær
rneðal annarra sóknarnefndarmenn, safnaðarfulltrúar og með-
hjálparar.
Frá Ögri hefði ég mjög gjarnan viljað fara til prestsseturs-
jarðarinnar, Hvítaness, en þess var ekki kostur. Aftur á móti
komum við í Vigur, hið gamla höfuðból séra Sigurðar Stefáns-
sonar, og þótti mikið til þess koma. Um kvöldið fórum við að
Eyri í Seyðisfirði og gistum þar.
Næsta dag vísiteraði ég Eyrarkirkju. Skömmu áður en guðs-
þjónusta hófst, kom séra Sigurður Kristjánsson sóknarprestur
á Isafirði, sem nú þjónar einnig Eyrarsókn. Hann hafði með
sér Jónas Tómasson tónskáld og organleikara á Isafirði og