Kirkjuritið - 01.12.1954, Blaðsíða 30
452
KIRKJURITIÐ
Vafalaust hefir hann ekki fýst þessarar farar. En hér rak
nauður til. Og kannske voru það hamingjudísir fslands,
sem því réðu, þrátt fyrir allt, að séra Jón Þorláksson varð
að gerast prestur einmitt á Bægisá, vísast í fyrstu mót
vilja sínum og von. Af ýmsu má ráða, að hann hafi þar
fljótt fest yndi og kunnað hag sínum harla vel.
Og á þessum friðsæla, fagra stað virðist fyrst svo búið
að guðsgáfu hins mikla snillings, að hún hafi notið sín
nokkurn veginn til fulls. Að minnsta kosti er það stuttu
eftir komu sína að Bægisá, sem séra Jón ræðst í reglu-
legt stórvirki á sviði andans og hæfileikum sínum loks
samboðið. En þá er hann líka allt í einu orðinn langt á
undan skáldbræðrum sínum, þeim, sem að ýmsu leyti héldu
til jafns við hann áður, og markar stór og skýr tímamót
í bókmenntasögu þjóðarinnar. Þá er hann orðinn fyrir-
rennari nýrrar skáldakynslóðar í landinu, lærifaðir og
meistari þeirra manna, sem enn í dag eru dáðir mest allra
íslendinga fyrir list sína og Ijóð.
Hér er þess enginn kostur að rekja nema örfáa þætti
úr ævi séra Jóns Þorlákssonar, en æði flest er þar með
sterkum og stórbrotnum svip, eins og mörgum er kunnugt-
Hann var Vestfirðingur að ætt og uppruna, fæddur á
Lucíumessu, 13. desember 1744, í Selárdal í Arnarfirði,
þar sem faðir hans var þá prestur og hafði tekið við af
föður sínum, séra Guðmundi Vernharðssyni. En í móður-
ætt var séra Þorlákur kominn af séra Arngrími lærða.
Móðir séra Jóns, en fyrri kona séra Þorláks, var Guðrún
Tómasdóttir frá Krossadal í Tálknafirði, og voru föður-
frændur hennar þar sumir víðfrægir menn fyrir táp °S
hreysti, eins konar Hafnarbræður þeirra Vestfirðinga.
Móður sína missti Jón Þorláksson ungur og er eitt feg-
ursta kvæði hans henni helgað. Það hefst á þessa leið: