Kirkjuritið - 01.12.1954, Blaðsíða 17
VÍSITAZÍA
439
Sunnudaginn 8. ágúst fór fram vísitazía að Hraunskirkju í
Keldudál. Kirkjan tekur í sæti 60—70 manns, en nú eru að-
eins 36 á manntali safnaðarins.
Hún er um 70 ára gömul og all-
hrörleg orðin. Hún á einn dýrgrip,
þar sem er ágætt eintak af Þor-
láksbiblíu.
Bæði kvöldin, laugardags og
sunnudags, dvaldist ég á Þingeyri
með prestshjónunum og ýmsum
ágætum starfsmönnum safnaðarins
mér til mikillar ánægju.
Næsta dag vísiteraði ég að
Hrafnseyri. Þar er nú kominn nýr
prestur, séra Kári Valsson, tékk-
neskur maður, sem hlotið hefir ís-
lenzkan borgararétt. Kirkjan er
nær 70 ára gömul, orðin gisin og
hvorki laus við fúa né leka. Þyrfti
ný kirkja að rísa sem fyrst og yfirleitt endurbygging húsa á
þessum sögufræga stað. Er vonandi, að Hrafnseyrarnefnd og
Alþingi láti það mál til sín taka þegar á þessu ári.
Síðasti vísitazíudagur minn að þessu sinni var þriðjudagur-
inn 10. ágúst. Fór ég þá á bát frá Hrafnseyri til Álftamýrar.
Kirkja þar er lítil, enda söfnuðurinn í Álftamýrarsókn fá-
mennasti söfnuðurinn, sem ég vísiteraði, tæplega 30 manns á
manntali. Kirkjan er nýmáluð, en þarfnast ýmissa endurbóta.
í lok guðsþjónustu bauð formaður sóknarnefndar hinn nýja
prest velkominn.
Þessi frásögn er þegar orðin löng, og hefi ég þó farið mjög
fljótt yfir sögu og ekki lýst því, sem mest er um vert. En
það er fólkið sjálft, og ástúð þess, sem aldrei gleymist. Ég
hefi að vísu áður komið í helztu kaupstaði Vestfjarða, en nú
hefi ég greypt í huga undurfagra og stórfenglega mynd af sól-
stöfuðum fjörðum, háreistum og tignarlegum fjöllum og svip-
hýrum sveitum. Þar búa góðir og göfgir menn, karlar og konur,
sem heyja lífsbaráttu sína af djörfung og þrótti og breiða auk
þess faðminn á móti æskulýð kaupstaðanna, honum til þroska
og blessunar. Mér hnykkti við í fyrstu, þegar lýst var nákvæm-